Skipan prestakalla

Föstudaginn 09. maí 1997, kl. 14:43:05 (6009)

1997-05-09 14:43:05# 121. lþ. 120.11 fundur 241. mál: #A skipan prestakalla# (starfsþjálfun guðfræðikandídata) frv., HjálmJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 120. fundur

[14:43]

Hjálmar Jónsson (andsvar):

Herra forseti. Það lá fyrir við fjárlagagerðina í haust að kirkjan ætlaði sér að spara á þessum lið. Ef þessi tími til sérstakrar starfsþjálfunar reynist hins vegar of skammur, mér er kunnugt um að kirkjan hefur mikinn hug á því að mennta starfsmenn sína vel, þá mun kirkjuþing taka það upp þegar það hefur fengið vald til þess og lengja tímann aftur ef ástæða þykir til en nú er það svo að kirkjunnar mönnum þykir ekki ástæða til að hafa tímann svo langan.