Skipan prestakalla og prófastsdæma

Föstudaginn 09. maí 1997, kl. 15:03:47 (6022)

1997-05-09 15:03:47# 121. lþ. 120.12 fundur 591. mál: #A skipan prestakalla og prófastsdæma# frv., ÖS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 120. fundur

[15:03]

Össur Skarphéðinsson (andsvar):

Herra forseti. Þetta var nú ekki svar við spurningunni sem ég bar fram. Ég geri mér alveg fyllilega grein fyrir því að í jafnfjölmennri sókn sem vex með jafnmiklum hraða og umrætt prestakall þar sem jafnframt er um að ræða ungar fjölskyldur með mikið af börnum þá er náttúrlega þörf fyrir fleiri presta. Ástæðan fyrir því að prestakallinu er ekki skipt upp, samkvæmt því sem hv. þm. sagði í rökstuðningi sínum fyrir frv., er í fyrsta lagi lega sóknarinnar. Ég get alveg fallist á að það eru í sjálfu sér sterk rök. En hins vegar er það samsetning íbúanna. Nú kemur í ljós að það sem hv. þm. á við með þessu orðalagi, ,,samsetning íbúanna``, er að mjög mikið af barnafjölskyldum og ungu fólki er í sókninni. En hvernig getur það í sjálfu sér verið röksemd fyrir því að aðstoðarprestur verði ráðinn í þetta fjölmenna prestakall fremur en að því verði skipt upp?