Afgreiðsla efh.- og viðskn. á lífeyrissjóðsfrv.

Mánudaginn 12. maí 1997, kl. 16:35:08 (6137)

1997-05-12 16:35:08# 121. lþ. 122.92 fundur 326#B afgreiðsla efh.- og viðskn. á lífeyrissjóðsfrv.# (aths. um störf þingsins), VS
[prenta uppsett í dálka] 122. fundur

[16:35]

Valgerður Sverrisdóttir:

Hæstv. forseti. Hér eru notuð stór orð og ég verð að segja það að ég veit eiginlega varla hvar ég er stödd eða hvað er hér til umræðu. Sannleikurinn er sá að það er vilji stjórnarflokkanna að láta þetta reyndar umdeilda mál liggja í sumar, að það verði ekki gert að lögum nú á þessu þingi, til þess að hægt sé að vinna málið frekar í samráði við hagsmunaaðila og í samráði við efh.- og viðskn. þingsins. Það kom í ljós við athugun að frv. var ekki nógu gott eins og það var lagt fram og reyndar eru aðilar vinnumarkaðarins sammála um það. Þeir komu með sameiginlega yfirlýsingu í fjölmiðlum um að þeir vildu að málinu yrði breytt og að séreignarsjóðirnir t.d. ættu framhaldslíf.

Eins og málið var afgreitt frá nefndinni í morgun þá er það vissulega vísbending um farveg. Hv. þm. Jón Baldvin Hannibalsson talar um að þetta hafi verið keyrt í gegnum nefndina en þetta eru nú ekki verri brtt. en svo að stjórnarandstaðan tók sér nokkra sólarhringa til þess að íhuga og velta því fyrir sér hvort hún ætti að styðja þær. (JBH: Ósatt.) Þetta er sannleikur málsins. (ÁE: Ósatt.)