Landmælingar og kortagerð

Mánudaginn 12. maí 1997, kl. 17:34:30 (6156)

1997-05-12 17:34:30# 121. lþ. 122.9 fundur 159. mál: #A landmælingar og kortagerð# (heildarlög) frv., KH (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 122. fundur

[17:34]

Kristín Halldórsdóttir:

Herra forseti. Við sem skipum minni hluta hv. umhvn. í þessu máli, þ.e. ég og hv. þm. Guðmundur Beck, lögðum til að þessu frv. yrði vísað til ríkisstjórnarinnar á þeirri forsendu að sérstök stjórnskipuð nefnd er að vinna með ýmsa grundvallarþætti sem skipta miklu í mótun stefnu um landmælingar og kortagerð. Engin rök hafa komið fram fyrir því að þessi lagasetning sé svo brýn að hún hefði ekki getað beðið eftir niðurstöðum þeirrar nefndar. Tillaga okkar var felld í atkvæðagreiðslu hér áðan og því er nú frv. tekið til atkvæða. Ég styð það markmið sem lýst er í 1. gr. þessa frv. og greiði henni því atkvæði mitt. Ég mun hins vegar sitja hjá við afgreiðslu frv. að öðru leyti og vísa þar til nál. minni hlutans á þskj. 1063.