Tryggingasjóður sjálfstætt starfandi einstaklinga

Þriðjudaginn 13. maí 1997, kl. 10:53:33 (6234)

1997-05-13 10:53:33# 121. lþ. 123.3 fundur 237. mál: #A Tryggingasjóður sjálfstætt starfandi einstaklinga# frv., BH (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 123. fundur

[10:53]

Bryndís Hlöðversdóttir:

Herra forseti. Við 2. umr. kom fram mikil gagnrýni af hálfu stjórnarandstöðunnar á málið, ekki síst hvað varðar undirbúning þess í ráðunneytinu sem var með því slakara sem þekkist hér í þingingu. Það þarf í sjálfu sér ekki að endurtaka það hér en það þurfti tugi brtt. við málið til þess að sjálfur meiri hlutinn gæti sætt sig við það á endanum. Þá var gefnin mikil og hástemmd yfirlýsing við 2. umr. af hæstv. félmrh. um baktryggingu ríkissjóðs ef deildir sjóðsins standa ekki undir sér. En þrátt fyrir að hæstv. forsrh. hafi gert tilraun til að slá á puttana á hæstv. félmrh. þá leiddi þessi yfirlýsing til þess að málið kom aftur fyrir hv. félmn. fyrir 3. umr. sem er nokkuð sérstakt. Eins og við var að búast réð vilji hæstv. forsrh., því miður segi ég, og nefndinni var gerð grein fyrir því að yfirlýsing hæstv. félmrh. hafi verið ómerk og reyndar hefur hæstv. félmrh. ekki sést síðan. Málið er enn fullkomlega óásættanlegt og því sit ég hjá við lokaafgreiðslu þess.