Áætlun um afnám ofbeldis gagnvart konum

Þriðjudaginn 13. maí 1997, kl. 12:42:44 (6288)

1997-05-13 12:42:44# 121. lþ. 123.39 fundur 403. mál: #A áætlun um afnám ofbeldis gagnvart konum# þál., GGuðbj
[prenta uppsett í dálka] 123. fundur

[12:42]

Guðný Guðbjörnsdóttir:

Virðulegi forseti. Ég vil taka undir orð hv. þm. Kristínar Halldórsdóttur um leið og ég ítreka þá afstöðu mína að ég tel að þrátt fyrir þetta góða starf, sem ég tel að dómsmrh. sé að vinna í framhaldi af skýrslu um ofbeldi gagnvart konum, þá hefði vel mátt samþykkja þessa tillögu en ég er fyllilega sátt við þessa afgreiðslu í þeirri von að sú ítarlega greinargerð sem er með tillögunni verði höfð til hliðsjónar við þá vinnu sem nefndir ráðuneyta og nefndir dómsmrh. fara í. Ég verð að segja dómsmrh. það til hróss að ég tel að hann hafi brugðist af mikilli festu við þeirri skýrslu og vona svo sannarlega að málið verði farsællega til lykta leitt á næstu mánuðum.