Rannsóknir innan efnahagslögsögunnar

Þriðjudaginn 13. maí 1997, kl. 18:17:19 (6364)

1997-05-13 18:17:19# 121. lþ. 123.45 fundur 387. mál: #A rannsóknir innan efnahagslögsögunnar# þál., Frsm. ÁRÁ (flutningsræða)
[prenta uppsett í dálka] 123. fundur

[18:17]

Frsm. sjútvn. (Árni R. Árnason):

Herra forseti. Ég mæli fyrir nefndaráliti hv. sjútvn. um till. til þál. um rannsóknir og sjómælingar innan efnahagslögsögunnar.

Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Hafstein Hafsteinsson frá Landhelgisgæslunni og Hilmar Helgason frá Sjómælingum Íslands. Að lokinni umfjöllun leggur nefndin til að tillagan verði samþykkt með svofelldri breytingu sem birtist á þskj. 1162:

,,Tillögugreinin orðist svo:

Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að efla rannsóknir og sjómælingar við landið, með sérstakri áherslu á hafsvæðið innan 200 sjómílna efnahagslögsögunnar fyrir sunnan landgrunn Íslands frá Reykjaneshrygg að Færeyjahrygg.``

Ég hygg, herra forseti, að tillagan og nefndarálit þarfnist ekki frekari skýringar og legg því til að málið verði þannig afgreitt við 2. umr.