Sérákvæði laga er varða réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins

Miðvikudaginn 14. maí 1997, kl. 13:39:30 (6477)

1997-05-14 13:39:30# 121. lþ. 124.1 fundur 189. mál: #A sérákvæði laga er varða réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins# frv., ÁE (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 124. fundur

[13:39]

Ágúst Einarsson:

Herra forseti. Hér kemur til atkvæða ein grein af nokkuð mörgum þar sem ráðherra er falið það vald að skipa undirmenn forstöðumanna sem þýðir að forstöðumenn hafa ekki vald til að skipa sína undirmenn í tilteknum stofnunum. Þetta hefur valdið vandkvæðum víða í kerfinu t.d. innan spítalanna, Tryggingastofnunar og víðar. Hér hefði verið miklu eðlilegra að hafa þá grundvallarreglu að ráðherra skipi forstöðumenn en forstöðumenn ráði alla sína undirmenn. Á það vildi meiri hluti efh.- og viðskn. ekki fallast. Þess vegna leggjumst við gegn þessari grein og öðrum fleiri sem varða sömu efni. Ég greiði atkvæði gegn þessari grein í heild sinni.