Þjóðsöngur Íslendinga

Mánudaginn 14. október 1996, kl. 18:20:13 (301)

1996-10-14 18:20:13# 121. lþ. 7.11 fundur 35. mál: #A þjóðsöngur Íslendinga# þál., JóhS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 7. fundur

[18:20]

Jóhanna Sigurðardóttir (andsvar):

Virðulegi forseti. Mér finnst þessi tillaga allrar athygli verð en ég hef ekki gert upp hug minn til hennar, hvaða afstöðu ég tek, en mér fannst rök flm. athyglisverð og ég hlustaði á þau með athygli. En eitt gengur ekki upp í mínum huga sem hv. 1. flm. gæti ef til vill svarað. Ég tek eftir því að ekki er verið að tala um að nýr þjóðsöngur komi í staðinn fyrir þennan heldur er verið að tala um þjóðsöng við hliðina á núverandi þjóðsöng. Þekkir hv. flm. dæmi um það hjá öðrum þjóðum að slíkt fyrirkomulag sé til? Er hv. þm. ekki hræddur um að þetta geti skapað rugling að hafa einhvern aðalþjóðsöng og varaþjóðsöng, einn fyrir laglausa og einn fyrir lagvísa eða hvernig sem þetta er hugsað? Því velti ég fyrir mér hvernig þetta gengur upp að hafa annan þjóðsöng við hlið núverandi þjóðsöngs eins og hér kemur fram.