Fjáraukalög 1996

Fimmtudaginn 17. október 1996, kl. 12:25:11 (416)

1996-10-17 12:25:11# 121. lþ. 10.2 fundur 48. mál: #A fjáraukalög 1996# frv., PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 10. fundur

[12:25]

Pétur H. Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Hv. þm. Ólafur G. Einarsson segir í rauninni það sem ég sagði að við framkvæmd og samþykkt fjárlaga hafi verið ákveðið að dreifa framkvæmdinni á tvö ár. Af hverju í ósköpunum var ekki lagt undir hið háa Alþingi að gera þetta á einu ári eða fá heimild til þess fyrst það stóð til og fyrst það var gert? Það eru ekki nema 10 mánuðir síðan fjárlögin voru samþykkt, minna en 10 mánuðir. Af hverju í ósköpunum var það ekki ákveðið strax? Getur verið að fjárln. hafi stöðvað það? Eru menn að sýna einhvern gervihalla á ríkissjóði? Var hallinn í rauninni meiri en menn sýndu? Allt þetta mál er mjög óljóst og mér finnst að þegar fjárlög eru samþykkt eigi menn að fá það samþykkt sem þeir ætla að framkvæma, sérstaklega Alþingi sjálft.