Tilhögun þingfundar

Þriðjudaginn 29. október 1996, kl. 14:52:20 (581)

1996-10-29 14:52:20# 121. lþ. 12.97 fundur 62#B tilhögun þingfundar#, SvG (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 12. fundur

[14:52]

Svavar Gestsson:

Virðulegi forseti. Ég verð nú að taka undir þetta. Það hefur verið reynt að skipuleggja dagskrár þingdaganna núna þannig að mál sem tilheyra sömu ráðherrum séu tengd saman á dagskránum þannig að á hverjum degi séu t.d mál sem eru á verkefnasviði viðkomandi ráðherra, í þessu tilviki iðn.- og viðskrh. Í dag háttar þannig til að mál, ég held 10, 11 og 12 ef ég man rétt, voru færð til á dagskránni frá uppkasti til að þau gætu verið eins nálægt málum hæstv. ráðherra og mögulegt er þannig að hann gæti fylgst með umræðu um þau, þ.e. þau frv. sem hv. þm. Hjörleifur Guttormsson er 1. flm. að og það frv. sem ég er 1. flm. að, um áhættu- og nýsköpunarlánasjóð. Ég verð því að taka undir það að ég legg á það mikla áherslu að við reynum að finna lausn á þessu máli þannig að ráðherrann sé viðstaddur þessa umræðu. Reyndar finnst mér að stjórnarandstaðan sé oft á tíðum óþarflega lítilþæg í þeim efnum að sætta sig við að mál séu tekin á dagskrá og til umræðu án þess að ráðherrar viðkomandi málaflokks séu viðstaddir.