Tilkynning um dagskrá

Fimmtudaginn 07. nóvember 1996, kl. 10:34:00 (886)

1996-11-07 10:34:00# 121. lþ. 20.0 fundur Forseti StB
[prenta uppsett í dálka] 20. fundur

[10:34]

Forseti (Sturla Böðvarsson):

Forseti vill geta þess að kl. 1.30 í dag að loknu matarhléi fer fram utandagskrárumræða að ósk hv. 5. þm. Norðurl. e., Tómasar Inga Olrich, um Sjávarútvegsskóla Sameinuðu þjóðanna. Hæstv. utanrrh. verður til andsvara. Umræðan fer fram samkvæmt 1. mgr. 50. gr. þingskapa, hún mun standa í hálftíma.

Varðandi tilhögun fundarhalds í dag vill forseti geta þess að fylgt verður hinni prentuðu dagskrá en um hádegisbil mun forseti eiga viðræður við formenn þingflokka um nánara fyrirkomulag fundarhalds í dag.