Skýrsla forsætisráðherra um Byggðastofnun 1995

Fimmtudaginn 07. nóvember 1996, kl. 14:14:41 (934)

1996-11-07 14:14:41# 121. lþ. 20.1 fundur 65#B skýrsla forsætisráðherra um Byggðastofnun 1995# (munnl. skýrsla), PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 20. fundur

[14:14]

Pétur H. Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Það kemur fram hjá þessari sömu stofnun í umræddri skýrslu að gert er ráð fyrir afskriftareikningi útlána. 20%--30% af lánveitingum eru afskrifaðar, 32% af lánveitingum ársins 1995, sem voru 1.000 millj. standa á móti 350 millj. í afskriftir. Þetta eru á vissan hátt styrkir, þessi lán. Þetta eru ekki venjuleg lán. Afskriftahlutfallið er allt of, allt of hátt til að geta verið venjuleg lán í þeim skilningi þannig að ég fer ekkert ofan af því að lánveitingar Byggðastofnunar eru styrkir (Gripið fram í: Þetta er nú ekki Byggðastofnun sem lánaði.) Þó að einhver nefnd sé skipuð, er það lán frá Byggðastofnun ef Byggðastofnun afgreiðir það þannig allt er þetta sami pakkinn. Ég fer ekkert ofan af því að menn sem eru í heiðarlegum og góðum rekstri og reka sín fyrirtæki vel eru í hörkusamkeppni við þessa styrki. Og það er mjög erfitt og ósanngjarnt að standa í slíkri samkeppni.