Ráðstafanir í ríkisfjármálum 1997

Fimmtudaginn 07. nóvember 1996, kl. 16:53:16 (966)

1996-11-07 16:53:16# 121. lþ. 20.2 fundur 119. mál: #A ráðstafanir í ríkisfjármálum 1997# (breyting ýmissa laga) frv., félmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 20. fundur

[16:53]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson) (andsvar):

Herra forseti. Ég þarf nú ekki að láta mér verða órótt út af því hvernig ég hef staðið mig í málefnum fatlaðra vegna þess að ég hef varið þennan málaflokk. Ég hef ekki gert það með illindum eins og hv. 13. þm. Reykv. gerði. Ég hef ekki verið með neinar upphrópanir eða skæting út í samstarfsmenn mína í ríkisstjórn. En ég hef fengið til þessa málaflokks aukið fjármagn. Þrátt fyrir að flestir aðrir liðir í fjárlögum ársins séu með svipaðar upphæðir og var í fjárlögum síðasta árs, þá er heildaraukning í málefni fatlaðra frá fjárlögum 1996 til 1997, 190 milljónir. (JóhS: Bölvað rugl.)