Skrifleg svör við fyrirspurnum

Miðvikudaginn 20. nóvember 1996, kl. 13:42:32 (1436)

1996-11-20 13:42:32# 121. lþ. 28.95 fundur 105#B skrifleg svör við fyrirspurnum# (aths. um störf þingsins), GE
[prenta uppsett í dálka] 28. fundur

[13:42]

Gísli S. Einarsson:

Herra forseti. Ég hef ekki kynnt mér svörin. En hvað er að gerast hér á hinu háa Alþingi? Viku eftir viku eru ádeilur á hæstv. ráðherra ríkisstjórnarinnar fyrir ónákvæm svör, engin svör og núna beinlínis röng svör. Í tilefni af þessu hlýt ég að krefjast þess að hv. forsn. og hæstv. forsetar þingsins taki þessar alvarlegu ásakanir til athugunar og geri hv. Alþingi grein fyrir þeim niðurstöðum sem hv. forsn. kemst að.

Virðulegur forseti. Eru ásakanir á hendur hæstv. ráðherrum á rökum reistar eða ekki? Ég hlýt að treysta hv. forsn. til að gefa skýringar.