Tekjuskattur og eignarskattur

Fimmtudaginn 05. desember 1996, kl. 14:19:33 (1895)

1996-12-05 14:19:33# 121. lþ. 36.1 fundur 146. mál: #A tekjuskattur og eignarskattur# (rekstrartap, afskriftareglur, hlutabréf o.fl.) frv., ÁE (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 36. fundur

[14:19]

Ágúst Einarsson:

Herra forseti. Hér er verið að greiða atkvæði um ákvæði til bráðabirgða II. Hér er verið að auka tapsfrádrátt fyrirtækja í allt að þrettán ár. Það er nýbúið að samþykkja fyrr í þessari atkvæðagreiðslu að auka almennt tapsfrádrátt úr fimm í átta ár. Hér er hins vegar bætt við ákvæði til bráðabirgða um að þessi frádráttur getur við tilteknar aðstæður dugað í allt að þrettán ár. Við teljum, samanber rökstuðning minn áðan, að ekki liggi skýrt fyrir hvaða áhrif þetta hafi á tekjur ríkissjóðs. Við teljum að ekki hafi verið staðið nægilega vel að upplýsingaöflun varðandi þennan þátt með því að lögfesta þetta svona. Ég segi nei.