Póst- og fjarskiptastofnun

Þriðjudaginn 17. desember 1996, kl. 23:15:10 (2352)

1996-12-17 23:15:10# 121. lþ. 47.8 fundur 149. mál: #A #, 150. mál: #A #, 151. mál: #A #, SvG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 47. fundur

[23:15]

Svavar Gestsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þm. Einari K. Guðfinnssyni fyrir hans viðbragð sem var drengilegt, eins og hans var von og vísa, því hér er dálítið öðruvísi orðum um þetta farið en í fjarskiptalagabrtt., en ég bendi þó á það, mönnum til frekari umhugsunar, að það er kannski dálítið brotamikið að ákveða þetta gjald árlega með lögum. Spurningin er þess vegna sú hvort menn verði ekki að reyna að orða mjög nákvæmlega á hvaða forsendum jöfnunargjaldsákvörðunin byggist, nákvæmar en gert er í 30. gr. eins og hún lítur út hér.