Póst- og fjarskiptastofnun

Þriðjudaginn 17. desember 1996, kl. 23:57:21 (2359)

1996-12-17 23:57:21# 121. lþ. 47.8 fundur 149. mál: #A #, 150. mál: #A #, 151. mál: #A #, Forseti GÁS
[prenta uppsett í dálka] 47. fundur

[23:57]

Forseti (Guðmundur Árni Stefánsson):

Forseti vill upplýsa og hefur fengið um það ábyggilegar upplýsingar frá þeim forseta er hér sat áður, að þrátt fyrir ítarlega leit að meintu samkomulagi hefur það ekki fundist, sem þýðir með öðrum orðum að ekki er um það að ræða.

Hins vegar vill forseti upplýsa að það er ekki ætlunin að halda hér umræðu áfram langt inn í nóttina. Raunar er forseti þeirrar skoðunar og vill lýsa því yfir að ráð er fyrir gert að fresta umræðum innan klukkustundar, þannig að ekki verði haldið áfram mikið lengur en til kl. eitt í nótt. Þetta kann að upplýsa þingheim um stöðu máls og verða til þess að ekki sé brýn þörf á sérstöku fundarhléi núna. Það væri vissulega til bóta og mundi spara tíma til þess að umræðan gæti haldið áfram þessa stund sem ég áður nefndi.