1996-12-20 01:34:26# 121. lþ. 52.4 fundur 180. mál: #A lífeyrisréttindi starfsmanna ríkisins# (nýtt réttindakerfi) frv. 141/1996, PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 52. fundur

[25:34]

Pétur H. Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Ég vissi ekki að vandamál íslensks atvinnulífs væri það að launatengdu gjöldin væru of lág eins og kom fram, og besta ráðið til þess að laga stöðu íslensks atvinnulífs sé að auka álögurnar á það. Ég hélt nú að það væri eitthvað annað sem þyrfti en að auka álögurnar um 5,5% af launum. Bæta við einu nýju tryggingagjaldi, bara bingó --- yfir allt kerfið. Það held ég sé ekki til bóta. Og ég vil minna hv. þm. á það og spyr hann að því: Telur hann að þetta muni auka samkeppnisstöðu Íslands um fólk og fyrirtæki þegar búið er að bæta þessum klyfjum á klárinn? Þegar fólkið sér ekki nema 80% af þeim kostnaði sem fyrirtækin borga út og þá á eftir að borga skatta og útsvar. Þegar fólkið sér ekki nema 80% af krónunum sem fyrirtækin greiða. Telur hv. þm. að það bæti samkeppnisstöðu Íslands um þetta fólk? Það held ég ekki. Ég held að það fari til annarra landa þar sem eru minni skattálögur og minni kvaðir. Og ég mótmæli því að það sé best fyrir íslenskt atvinnulíf að auka álögurnar á það og það verði til þess að klárinn fari nú loksins að taka sporið.