Lífeyrisréttindi starfsmanna ríkisins

Föstudaginn 20. desember 1996, kl. 13:45:15 (2627)

1996-12-20 13:45:15# 121. lþ. 53.1 fundur 180. mál: #A lífeyrisréttindi starfsmanna ríkisins# (nýtt réttindakerfi) frv. 141/1996, KHG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 53. fundur

[13:45]

Kristinn H. Gunnarsson:

Herra forseti. Það er öllum ljóst sem það hafa kynnt sér að B-deild lífeyrissjóðsins á ekki fyrir sínum skuldbindingum og stefnir í það að verða gjaldþrota þegar fram líða stundir. Það er því óhjákvæmilegt að gera ráðstafanir til að tryggja stöðu þeirrar deildar sjóðsins. Hins vegar er ég þeirrar skoðunar að það verði ekki gert nema að undangengnum viðræðum við þá sem í lífeyrissjóðnum eru og samtök þeirra. Tel ég ekki tímabært að taka málið upp á þingi að svo stöddu og mun því ekki greiða atkvæði með þessari tillögu.