Málefni fatlaðra

Föstudaginn 20. desember 1996, kl. 14:05:27 (2630)

1996-12-20 14:05:27# 121. lþ. 53.5 fundur 228. mál: #A málefni fatlaðra# (yfirtaka sveitarfélaga o.fl.) frv. 161/1996, HG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 53. fundur

[14:05]

Hjörleifur Guttormsson:

Virðulegur forseti. Ég sit hjá við þessa atkvæðagreiðslu vegna þess að ég hef ekki sannfæringu fyrir því að tímabært sé að stíga það skref sem er aðalatriði þessa frv., að færa málefni fatlaðra með öllu til sveitarfélaga. Ég hefði talið að menn ættu að bíða eftir reynslunni frá þeim reynsluverkefnum þar sem þetta er einn þátturinn og gera málið síðan upp í framhaldi af því. Mér finnst menn gleyma því oft á tíðum þegar rætt er um yfirfærslu og yfirtöku sveitarfélaga á stórum málefnaflokkum að sveitarfélögin í landinu eru afar ólík hvað snertir aðstæður svo ekki sé nefndur íbúafjöldinn. Ég óttast það að menn fari offari í þessu efni og greiði því ekki atkvæði.