1996-12-21 00:12:45# 121. lþ. 55.8 fundur 1. mál: #A fjárlög 1997# frv., HG (um atkvæðagreiðslu)
[prenta uppsett í dálka] 55. fundur

[24:12]

Hjörleifur Guttormsson (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Það er eðlilegt sem forseti leggur til, að næst verði greidd atkvæði um brtt. 430, en í ljósi þess að meiri hluti fjárln. hefur tekið inn fjárveitingu samkv. 29. lið á þskj. 452 og þótt hún sé lægri en sú sem ég lagði til við 2. umr. og aftur nú við 3. umr. þá finnst mér ekki ástæða til að láta mína tillögu koma til atkvæða. Ég þakka þann skilning sem fram kemur hjá meiri hluta fjárln. í þessu efni því þarna er jákvætt tekið á málum og stefna mörkuð varðandi þetta embættishús. Ég dreg tillöguna til baka.