1996-12-21 00:47:03# 121. lþ. 55.8 fundur 1. mál: #A fjárlög 1997# frv., GÁ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 55. fundur

[24:47]

Guðni Ágústsson:

Hæstv. forseti. Þessi tillaga snýr ekki að íbúum í litlum sveitarfélögum. Sá maður sem hefur vakað um vornótt og séð ref koma að greni sínu með 12--14 mófuglsunga í kjaftinum eða gengið fram á helsært lítið lamb af völdum rebba veit að skolli er vargur í véum. Stofninum ber að halda í skefjum með öllum tiltækum ráðum. Þess vegna er tillaga hv. fjárln. gagnvart mófuglinum og lambinu og náttúruríkinu á Íslandi skorin við nögl. Ég segi því já við þessari hækkunartillögu flutningsmanna.