1996-12-21 01:21:25# 121. lþ. 55.8 fundur 1. mál: #A fjárlög 1997# frv., KHG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 55. fundur

[25:21]

Kristinn H. Gunnarsson:

Herra forseti. Ég styð þessa tillögu og tel eðlilegt að ríkissjóður hlaupi undir bagga með Íþróttasambandi Íslands þegar svo stendur á sem raun ber vitni. Hinu vil ég vekja athygli á að mjög óvenjulegt er að ríkissjóður eignist hlut í íþróttahúsi, einkum í ljósi þess að fyrir nokkrum árum var gerð sú breyting á verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga að ríkið dró sig út úr eignarhaldi og kostnaðarþátttöku á íþróttahúsum. Þessi tillaga mun hins vegar væntanlega boða breytingar á þessari stefnu og það er gott til þess að vita fyrir ýmsa staði úti á landi.