1996-12-21 01:23:08# 121. lþ. 55.8 fundur 1. mál: #A fjárlög 1997# frv., HG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 55. fundur

[25:23]

Hjörleifur Guttormsson:

Virðulegur forseti. Hér er verið að veita heimild að fengnum tillögum iðnrh. til að verja allt að 80 millj. kr. til verkefna á sviði atvinnuþróunar og nýsköpunar í atvinnulífinu. Það er gert með tilvísun til stóriðjuframkvæmda sem fyrst og fremst er á suðvesturhorni landsins. Það má segja að þetta sé betra en ekkert í því samhengi. Varðandi stóriðjuna hefur það verið dregið fram af formanni fjárln. að það séu um 15 milljarðar kr. sem kunni að verða varið í því skyni á næsta ári einu saman og þaðan af meira í framhaldinu svo hér er aðeins dropi á ferðinni og raunar afskaplega óljóst hvernig eigi að ráðstafa þessum 80 millj. Ég styð þetta þrátt fyrir það.