Ferill 63. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1996. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 63 . mál.


63. Fyrirspurn



til félagsmálaráðherra um samanburð á verði, greiðslubyrði og leigu íbúða í félagslega kerfinu og á almennum markaði.

Frá Jóhönnu Sigurðardóttur.



    Hvert var verð á fermetra í 90 m 2 íbúð í félagslega kerfinu árið 1995, skipt eftir kjördæmum? Hvert er áætlað fermetraverð sambærilegra fullbúinna nýrra íbúða á almennum markaði?
    Hver er greiðslubyrði á mánuði á sambærilegri 90 m 2 fullbúinni nýrri þriggja herbergja íbúð, annars vegar á almennum markaði og hins vegar í félagslega kerfinu, skipt eftir þeim kostum sem þar bjóðast, miðað við að:
         
    
    kaupendur eigi ekkert eigið fé,
         
    
    eigið fé kaupenda sé 10% af kaupverði?
                  Óskað er eftir að einnig verði sýnd greiðslubyrði kaupleiguíbúða miðað við að sveitarfélögin láni til viðbótar 10% til 15 ára eins og lögin heimila.
    Hver er mánaðarleg leiga sambærilegrar þriggja herbergja íbúðar, annars vegar á almennum markaði og hins vegar í félagslega kerfinu?


Skriflegt svar óskast.