Ferill 138. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1996. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 138 . mál.


153. Fyrirspurn



til félagsmálaráðherra um greiðsluerfiðleikalán.

Frá Jóhönnu Sigurðardóttur.



    Hver var árangurinn af greiðsluerfiðleikalánum Húsnæðisstofnunar ríkisins frá árunum 1985–96, sundurgreint með eftirfarandi hætti:
         
    
    greiðsluerfiðleikalán úr Byggingarsjóði ríkisins 1985–90,
         
    
    greiðsluerfiðleikalán í húsbréfakerfinu á árinu 1991,
         
    
    skuldbreytingarlán Húsnæðisstofnunar í samvinnu við lánastofnanir sem hófst 1993?
    Hvað má ætla að hægt hafi verið að forða mörgum frá missi húsnæðis með greiðsluerfiðleikaaðstoð, sundurliðað samkvæmt framansögðu?
    Hvað má ætla að margir séu enn í greiðsluerfiðleikum sem fengið hafa greiðsluerfiðleikalán og skuldbreytingu samkvæmt framansögðu?
    Hvað má ætla að biðtími eftir lánum í 86-kerfinu, auknar lántökur í bankastofnunum og kostnaður því samfara samsvari í afföllum? Hvað má ætla að afföll á þeim tíma hafi verið á sölu lánsloforða sem viðgekkst þá í einhverjum mæli?
    Hvað má ætla að íbúðarkaupendur hafi þurft að taka í skammtímalán miðað við lánakerfið sem gilti 1986–90 og hins vegar í húsbréfakerfinu og hver er áætlaður kostnaður íbúðarkaupenda af slíkum skammtímalánum?


Skriflegt svar óskast.