Ferill 142. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.1996. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 142 . mál.


236. Nefndarálitum frv. til l. um breyt. á l. nr. 97/1987, um vörugjald, með síðari breytingum.

Frá meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar.    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Indriða H. Þorláksson, Bolla Þór Bollason og Maríönnu Jónasdóttur frá fjármálaráðuneyti. Þá fékk nefndin til fundar við sig Sigurð Jónsson frá Kaupmannasamtökum Íslands, Birgi Rafn Jónsson og Stefán Guðjónsson frá Félagi íslenskra stórkaupmanna, Jónas Fr. Jónsson og Birgi Ármannsson frá Verslunarráði Íslands og Ingólf Bender frá Samtökum iðnaðarins, en þessir aðilar sendu nefndinni einnig skrifleg erindi um málið. Auk þess bárust nefndinni umsagnir um málið frá Alþýðusambandi Íslands, Neytendasamtökunum og Steinsmiðju S. Helgasonar hf.
    Meiri hlutinn leggur til að frumvarpið verði samþykkt með þeim breytingum sem lagðar eru til á sérstöku þingskjali. Í þeim felst að tvö tollskrárnúmer falla brott úr magngjaldi, þ.e. annars vegar morgunverðarkorn með súkkulaði og hins vegar ilmblöndur sterkari en 60%. Ekki þykir eðlilegt að þessar vörur beri vörugjald. Þá er lagt til að gildistöku frumvarpsins verði frestað um einn mánuð.

Alþingi, 3. des. 1996.Vilhjálmur Egilsson,

Valgerður Sverrisdóttir.

Sólveig Pétursdóttir.


form., frsm.Gunnlaugur M. Sigmundsson.

Pétur H. Blöndal.

Einar Oddur Kristjánsson.