Ferill 143. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.1996. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 143 . mál.


254. Nefndarálitum frv. til l. um breyt. á l. nr. 94/1996, um staðgreiðslu skatts á fjármagnstekjur.

Frá minni hluta efnahags- og viðskiptanefndar.    Frumvarpið er liður í stefnumörkun ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum. Efni þess snýr að framkvæmd staðgreiðslu við álagningu fjármagnstekjuskatts.
    Löggjöf um fjármagnstekjuskatt var lögfest á síðasta þingi en að mati minni hluta efnahags- og viðskiptanefndar var sú löggjöf fyrst og fremst til þess fallin að létta byrðar stórra hlutafjáreigenda og til hagsbóta fyrirtækjum í landinu.
    Fjölmargir gallar á lögunum um fjármagnstekjuskatt eru þegar komnir í ljós og það áður en málið kemur til framkvæmda. Minni hlutinn benti ítrekað á þetta í vor og aftur í haust.
    Meðal breytingartillagna meiri hlutans er að skekkja skattkerfið til að opna lögmönnum möguleika á að fría sig staðgreiðslu við innheimtustörf. Minni hlutinn telur margt brýnna í endurbótum á íslenskri skattalöggjöf en að opna sérstaka leið til ívilnunar fyrir þá sem hafa atvinnu af því að innheimta vanskilaskuldir. Forgangsröðun og umhyggja stjórnarliðanna kemur hins vegar skýrt í ljós í þessari breytingartillögu.
    Minni hlutinn lýsir allri ábyrgð á framkvæmd laga um fjármagmagnstekjuskatt á hendur ríkisstjórnarinnar.

Alþingi, 3. des. 1996.Ágúst Einarsson,

Steingrímur J. Sigfússon.

Ásta B. Þorsteinsdóttir.


frsm.