Ferill 211. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1996. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 211 . mál.


258. Fyrirspurn



til umhverfisráðherra um íslenska refastofninn.

Frá Gunnlaugi M. Sigmundssyni.



    Hver er áætluð stofnstærð íslenska refastofnsins? Hvaða aðferðum er beitt við mat á henni?
    Hver er áætluð dreifing refastofnsins á einstök landsvæði/kjördæmi?
    Hvað hafa verið felldir margir refir á hverju ári á tímabilinu 1990–95?
    Hvaða breytingar má ætla að verði á stofnstærð íslenska refastofnsins ef allar veiðar á ref leggjast af?


Skriflegt svar óskast.