Ferill 225. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.1996. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 225 . mál.


300. Tillaga til þingsályktunarum eignarhald afurðastöðva í mjólkuriðnaði.

Frá Guðmundi Lárussyni.    Alþingi ályktar að fela landbúnaðarráðherra að hlutast til um að skorið verði úr um eignarhald afurðastöðva í mjólkuriðnaði.

Greinargerð.


    Á undanförnum árum hefur krafa neytenda verið sú að hagræða beri í auknum mæli í mjólkuriðnaði þannig að kostnaður á vinnslu- og heildsölustigi verði hliðstæður því sem gerist í nálægum löndum. Nokkuð hefur áunnist í þeim efnum og hefur mjólkurvinnslu m.a. verið hætt á ýmsum svæðum. En betur má ef duga skal. Það hamlar t.d. frekari hagræðingu að í mörgum mjólkursamlögum er engan veginn ljóst hver hefur eignarhald á viðkomandi afurðastöð. Þetta á við um þau samlög sem eru talin í eigu samvinnufélaga í blönduðum rekstri þar sem fleiri aðilar en bændur standa fyrir rekstrinum. Brýna nauðsyn ber til að fá úr því skorið hvaða aðili fer með eignarhald afurðastöðva í mjólkuriðnaði þannig að vafi um eignarhaldið standi ekki í vegi fyrir nauðsynlegri hagræðingu. Því er tillaga þessi flutt.