Ferill 57. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1996. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 57 . mál.


302. Breytingartillögur



við frv. til l. um fiskveiðar utan lögsögu Íslands.

Frá meiri hluta sjávarútvegsnefndar (ÁRÁ, StG, VE, EOK, HjÁ, GHall).



    Við 5. gr. Eftirfarandi breytingar verði á 3. mgr.:
         
    
    Í stað „2. mgr.“ komi: 2. og 5. mgr.
         
    
    Í stað „þeirrar málsgreinar“ komi: þeirra málsgreina.
    Við 6. gr. Eftirfarandi breytingar verði á 3. mgr.:
         
    
    Í stað „2. mgr.“ komi: 2. og 6. mgr.
         
    
    Í stað „þeirrar málsgreinar“ komi: þeirra málsgreina.
    Við 10. gr. 2. málsl. 1. mgr. orðist svo: Í þessum tilvikum er einnig óheimilt að veita viðkomandi skipum þjónustu innan íslenskrar landhelgi eða frá íslenskum höfnum.
    Á eftir 11. gr. komi nýr kafli, III. KAFLI, Viðurlög, með sex nýjum greinum sem orðist svo:
         
    
    (12. gr.)
                            Brot gegn ákvæðum laga þessara og reglum settum samkvæmt þeim varða viðurlögum skv. 13.–14. gr., hvort sem þau eru framin af ásetningi eða gáleysi. Sé um stórfelld eða ítrekuð ásetningsbrot að ræða skulu þau þar að auki varða varðhaldi eða fangelsi allt að sex árum.
                            Beita skal ákvæðum laga um sérstakt gjald vegna ólögmæts sjávarafla við brot á lögum þessum eftir því sem við á.
         
    
    (13. gr.)
                            Við brotum gegn 2. málsl. 7. gr. laga þessara skal sekt ekki nema lægri fjárhæð en 600.000 kr. og ekki hærri fjárhæð en 6.000.000 kr. eftir eðli og umfangi brots.
                            Brot samkvæmt framansögðu skulu, auk refsingar, varða upptöku á þeim veiðarfærum skipsins sem notuð hafa verið við hinar ólögmætu veiðar, þar með töldum dragstrengjum, svo og afla þess, enda sé sennilegt að aflinn hafi fengist með ólögmætum hætti. Upptöku má framkvæma án tillits til þess hvort jafnframt er krafist refsingar.
                            Í stað þess að gera afla og veiðarfæri upptæk skv. 2. mgr. er heimilt að gera upptæka fjárhæð sem svarar til andvirðis afla og veiðarfæra samkvæmt mati dómkvaddra kunnáttumanna.
         
    
    (14. gr.)
                            Brot gegn öðrum ákvæðum laga þessara, reglum settum samkvæmt lögum þessum eða ákvæðum leyfisbréfa varða sektum sem eigi skulu nema lægri fjárhæð en 400.000 kr. og ekki hærri fjárhæð en 4.000.000 kr. eftir eðli og umfangi brots.
                            Fiskistofa skal svipta lögaðila leyfi til veiða fyrir brot á þessum lögum eftir því sem nánar er fyrir mælt í lögum um umgengni um nytjastofna sjávar.
         
    
    (15. gr.)
                            Sektir má jafnt gera lögaðila sem einstaklingi. Þrátt fyrir ákvæði 12. gr. má ákvarða lögaðila sekt þótt sök verði ekki sönnuð á fyrirsvarsmenn, starfsmenn hans eða aðra þá einstaklinga er í þágu hans starfa, enda hafi brotið orðið eða getað orðið til hagsbóta fyrir lögaðilann. Með sama skilorði má einnig gera lögaðila sekt ef fyrirsvarsmenn eða starfsmenn hans, eða aðrir einstaklingar sem í þágu hans starfa, hafa gerst sekir um brot.
                            Tilraun og hlutdeild í brotum gegn lögum þessum er refsiverð eftir því sem segir í almennum hegningarlögum.
         
    
    (16. gr.)
                            Heimilt er að leggja löghald á skip sem fært er til hafnar vegna brota gegn lögum þessum. Sé það gert er dómara heimilt að láta það laust ef sett er bankatrygging eða önnur jafngild trygging, að hans mati, fyrir greiðslu sektar, sakarkostnaðar og upptöku skv. 3. mgr. 13. gr.
                            Til tryggingar greiðslu sektar, sakarkostnaðar og upptöku skal vera lögveð í skipinu.
                            Mál út af brotum gegn lögum þessum skulu sæta meðferð opinberra mála.
                            Sektarfé samkvæmt lögum þessum, svo og andvirði upptæks afla og veiðarfæra, skal renna í Landhelgissjóð Íslands.
         
    
    (17. gr.)
                            Ólögleg veiðarfæri skulu gerð upptæk. Ólögleg eru þau veiðarfæri eða hluti veiðarfæra sem ekki eru í samræmi við þær reglur sem settar eru um veiðarfæri með stoð í lögum þessum.
    13. og 14. gr. falli brott.