Ferill 119. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1996. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 119 . mál.


416. Framhaldsnefndarálit



um frv. til l. um ráðstafanir í ríkisfjármálum á árinu 1997.

Frá meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar.



    Eins og boðað var í nefndaráliti meiri hlutans á þskj. 328 hefur nefndin tekið málið til frekari umfjöllunar. Leggur meiri hlutinn til nokkrar viðbótarbreytingar á frumvarpinu á sérstöku þingskjali. Í fyrsta lagi er lagt til að starfsmenntaráð fari alfarið með stjórn framlaga til starfsmenntunar í atvinnulífinu. Jafnframt mun meiri hlutinn kalla aftur 2. lið breytingartillagna sinna á þskj. 329 þar sem gert var ráð fyrir að stjórn starfsfræðslunefndar fiskvinnslunnar færi með fjárframlög til starfsmenntunar í fiskvinnslu. Í öðru lagi er lagt til að framkvæmd áætlunar um framtíðarhlutverk Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur, sem mælt er fyrir um í bráðabrigðaákvæði 1 með lögunum, verði frestað um fjóra mánuði þar sem undirbúningi er ekki að fullu lokið. Í þriðja lagi er lögð til lagfæring á ákvæði 23. gr. frumvarpsins. Loks er lögð til breyting á ákvæði laga um vernd, veiðar og friðun á villtum fuglum og villtum spendýrum um að við ákvörðun um endurgreiðslu ríkissjóðs skuli m.a. taka tillit til fjárhagslegrar getu hlutaðeigandi sveitarfélaga.

Alþingi, 18. des. 1996.



Vilhjálmur Egilsson,

Gunnlaugur M. Sigmundsson.

Einar Oddur Kristjánsson.


form., frsm.



Pétur H. Blöndal.

Valgerður Sverrisdóttir.

Árni R. Árnason.