Ferill 119. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.1996. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 119 . mál.


417. Breytingartillögurvið frv. til l. um ráðstafanir í ríkisfjármálum á árinu 1997.

Frá meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar (VE, GMS, EOK, PHB, VS, ÁRÁ).    Við 10. gr. Greinin orðist svo:
                  8. gr. laganna orðast svo:
                  Félagsmálaráðherra og sjávarútvegsráðherra gera tillögur um fjárþörf vegna starfsmenntunar í atvinnulífinu að fengnum umsögnum starfsmenntaráðs og stjórnar starfsfræðslunefndar fiskvinnslunar. Árlega skal verja fé úr Atvinnuleysistryggingasjóði til að styrkja starfsmenntun í atvinnulífinu, sbr. 4. gr., og skulu fjárhæðir ákvarðast við afgreiðslu fjárlaga ár hvert. Starfsmenntaráð fer með stjórn framlaga til starfsmenntunar.
    Á eftir 20. gr. komi ný grein, svohljóðandi:
                  Eftirtaldar breytingar verða á 1. tölul. ákvæðis til bráðabirgða í lögunum:
         
    
    Í stað orðanna „ársloka 1996“ í 1. málsl. kemur: 30. apríl 1997.
         
    
    Í stað orðanna „1. janúar 1997“ í 4. málsl. kemur: 1. maí 1997.
    Við 23. gr. (er verði 24. gr.). Á eftir orðunum „verja tekjum af flugvallagjaldi“ komi: á árinu 1997.
    Við 26. gr. (er verði 27. gr.). Greinin orðist svo:
                  2. málsl. 4. mgr. l2. gr. laganna orðast svo: Viðkomandi sveitarstjórnir skulu árlega gefa skýrslur til veiðistjóraembættis um refaveiðar og kostnað við þær, hver á sínu svæði, og endurgreiðir ríkissjóður þá hluta kostnaðar við veiðarnar m.a. með tilliti til fjárhagslegrar getu hlutaðeigandi sveitarfélaga eftir því sem nánar er ákveðið í fjárlögum.