Ferill 13. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1996. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 13 . mál.


451. Skýrsla


sjávarútvegsráðherra um stöðu og þróun bolfiskfrystingar í landi, samkvæmt beiðni.

(Lögð fyrir Alþingi á 121. löggjafarþingi 1996.)


    Með beiðni (á þskj. 13) frá þingmönnunum Hjörleifi Guttormssyni, Bryndísi Hlöðversdóttur, Kristni H. Gunnarssyni, Margréti Frímannsdóttur, Ragnari Arnalds, Sigríði Jóhannesdóttur, Steingrími J. Sigfússyni, Svavari Gestssyni og Ögmundi Jónassyni var þess óskað að sjávarútvegsráðherra flytti Alþingi skýrslu um stöðu og horfur í úrvinnslu bolfisks í frystihúsum í landi.

Efnahagsleg afkoma bolfiskfrystingar í landi og aðgerðir

ríkisstjórnarinnar til að treysta rekstrarstöðu hennar.

    Samkvæmt uppgjöri Þjóðhagsstofnunar sem birtist í Þjóðhagsáætlun ársins 1997 hefur stofnunin að mestu lokið uppgjöri á ársreikningum sjávarútvegsfyrirtækja fyrir árið 1995. Niðurstöður þeirra sýna að afkoma sjávarútvegs í heild var góð á árinu 1995 og hafði batnað frá árinu 1994. Á árinu 1994 var hagnaður sjávarútvegsins í heild 3% af tekjum ef miðað er við árgreiðsluaðferð Þjóðhagsstofnunar og hækkaði í 4,5% árið 1995. Afkoma í útgerð, loðnu- og rækjuvinnslu var tiltölulega góð bæði árin, en halli var af botnfiskvinnslunni árið 1995. Afkoma einstakra greina sjávarútvegsins var mjög mismunandi eins og sjá má í eftirfarandi töflu:

Tafla 1. Afkoma sjávarútvegs. Hreinn hagnaður í hlutfalli af tekjum.


Rekstrarskilyrði

1994

1995

í ágúst 1996


Sjávarútvegur í heild 1) 2)
     3
,0 4 ,5
-0 ,5
    Veiðar og vinnsla botnfisks      1
,0 1 ,5
-2 ,5
         Veiðar      -1
,0 4 ,0
3 ,5
              Bátar      -2
,0 4 ,5
3 ,0
              Togarar      -2
,5 3 ,0
0 ,0
              Frystiskip      2
,0 3 ,5
6 ,5
         Botnfiskvinnsla      3
,0 -2 ,5
-8 ,5
              Frysting      4
,5 -4 ,5
-12 ,5
              Söltun      0
,0 1 ,0
-1 ,5
    Veiðar og vinnsla rækju      13
,0 13 ,0
-3 ,0
    Loðnuveiðar og -bræðsla      8
,0 9 ,5
15 ,0

1)     Hér eru taldar með botnfiskveiðar og -vinnsla, rækjuveiðar og -vinnsla og loðnuveiðar og -bræðsla. Þessar greinar ná til tæplega 90% af allri sjávarafurðaframleiðslunni.
2)     Miðað er við tekjur greinanna alls að frádregnum milliviðskiptum með hráefni.

    Frá árinu 1995 hefur afkoma sjávarútvegs versnað mikið og er talið miðað við rekstrarskilyrði í ágúst sl. að tap hafi orðið af rekstri sjávarútvegsins í heild sem nemur 0,5% af tekjum. Afkoma eftir greinum er áfram mjög misjöfn.
    Á árinu 1995 voru botnfiskveiðar og -vinnsla reknar með 1,5% hagnaði en talið er miðað við rekstrarskilyrði í ágúst sl. að sá hagnaður hafi nú snúist í um 2,5% tap. Áætlað er að botnfiskveiðar séu nú reknar með um 3,5% hagnaði af tekjum. Afkoma báta og togara versnar en afkoma frystitogara batnar og er áætluð 6,5% af tekjum miðað við rekstrarskilyrði í ágúst sl.
    Árið 1995 varð tap af botnfiskvinnslunni sem nemur 2,7% af tekjum og hafði breyst til hins verra frá árunum 1992–94 er hagnaður varð af þessari starfsemi samkvæmt mati Þjóðhagsstofnunar. Afkoma botnfiskvinnslunnar, einkum frystingarinnar, er mjög erfið um þessar mundir og er áætlað að botnfiskvinnslan sé nú rekin með 8,5% tapi. Frá því á árinu 1995 hefur afurðaverð landfrystingar lækkað um 3,6% og afurðaverð söltunar um 1,4%. Hins vegar hafa almenn laun hækkað um 7,5%. Á sama tíma hefur hráefnisverð botnfiskvinnslunnar verið nær óbreytt. Á árinu 1994 var um 57% tekna botnfiskvinnslunnar varið til hráefniskaupa en tæpum 63% ef miðað er við mat Þjóðhagsstofnunar á rekstrarskilyrðum í ágúst 1996. Á sama tíma hefur almennt verðlag hækkað um 2,9% á mælikvarða neysluverðsvísitölunnar (sjá nánar töflur í fylgiskjali).
    Meginskýring á versnandi afkomu landvinnslunnar er því hækkun á kostnaði innan lands á sama tíma og afurðaverð fer lækkandi. Hlutfall hráefniskostnaðar af tekjum er orðið svo hátt að það veldur vinnslunni erfiðleikum. Mörg fyrirtækjanna kaupa hráefni einfaldlega á hærra verði en þau ráða við. Fyrstu átta mánuði ársins 1996 var 31% af þorskaflanum ráðstafað til landfrystingar innan lands og 42% af ýsuaflanum, 9% af þorskinum voru fryst úti á sjó á móti 16% af ýsuaflanum og 54% af þorskaflanum var ráðstafað í saltfiskverkun. Viðskipti með hráefni skiptast þannig að 64% af botnfiskaflanum var ráðstafað í beinum viðskiptum til vinnslu innan lands en 36% aflans seld á markaði. Þessar tölur eiga sér nokkra samsvörun í því að í 60% tilvika eru útgerð og fiskvinnsla á sömu hendi en í 40% tilvika er aðeins stunduð útgerð. Segja má að sjálfstæðar útgerðir selji mest á mörkuðum en skilin eru þó ekki eins skýr og tölurnar gefa til kynna. Endurskipulagning sjávarútvegsfyrirtækja virðist í mörgum tilfellum ætla að gefa þeim nægilegan styrk til að standast þá erfiðleika sem nú steðja að fiskvinnslunni. Með sameiningu og samvinnu hefur mörgum tekst að breikka rekstrargrundvöllinn, auka hagræðingu, sérhæfingu og í sumum tilfellum fjölbreytni og uppskera í kjölfarið aukna arðsemi. Jafnframt hefur stóru fyrirtækjunum tekist betur en ýmsum minni að ná niður fjármagnskostnaði. Þá virðast ýmis smærri fyrirtæki í sérhæfðri vinnslu standa sig vel. Mestur er vandinn hjá meðalstórum fyrirtækjum í hefðbundinni botnfiskvinnslu. Almennar efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar hafa stuðlað að miklum stöðugleika í efnahagsmálum og eru þá meðtaldar raungengisbreytingar á árunum 1992 og 1994, sem og tvær umfangsmikilar lánalengingar og skuldbreytingar. Einnig hefur fyrirtækjum í sjávarútvegi tekist að hagnýta sér sveigjanlegt markaðskerfi fiskveiðistjórnunar. Framangreindar aðgerðir hafa leitt til þess að samkeppnisstaða íslensks sjávarútvegs hefur orðið mjög sterk. Vandi botnfiskvinnslunnar verður ekki leystur með almennum aðgerðum á borð við gengisfellingu eða millifærslu, líkt og gripið var til fyrir 5–10 árum. Hann er miklu fremur verkefni fyrirtækjanna sjálfra að takast á við, annars vegar hvað varðar skipulag fyrirtækjanna og hins vegar innri tekjuskiptingu greinarinnar.
    Hefðbundin landvinnsla hefur ekki tekið miklum breytingum síðustu áratugi. Á allra síðustu árum hafa fyrirtækin reynt nýjar leiðir við vinnslu aflans. Ljóst er að þau þurfa að leggja stóraukna vinnu og fjármuni í vöruþróun og markaðsstarf. Tækninýjungar og skipulagsbreytingar geta einnig stuðlað að því að skjóta sterkari stoðum undir vinnsluna. Af hálfu ríkisstjórnarinnar er nú verið að skoða hvernig íslensk fyrirtæki geti fengið aðgang að fjármagni, t.d. styrkjum og áhættulánum, vegna rannsókna og vöruþróunar, markaðsmála og annarrar nýsköpunar. Erlend fyrirtæki í nálægum samkeppnislöndum eiga aðgang að slíku áhættufé fyrir tilstuðlan nýsköpunarlánasjóða í viðkomandi ríkjum. Af hálfu ríkisstjórnarinnar er stefnt að því að yfirstandandi endurskoðun á fjárfestingalánasjóðum atvinnuveganna leiði til betri stöðu íslensks atvinnulífs hvað þetta varðar. Mest er þó um vert að starfsumhverfi sjávarútvegsins stuðli áfram að því að atvinnugreinin hafi fjárhagslegan styrk til að takast á við kostnaðarsöm verkefni í vélvæðingu, vöruþróun og markaðsstarfi.

Mismunandi afkoma eftir landshlutum (kjördæmum)?

    Í úrtaki Þjóðhagsstofnunar eru fyrirtæki í öllum átta kjördæmum landsins sem stunda botnfiskvinnslu. Í öllum kjördæmunum eru fyrirtæki sem eru rekin með hagnaði og önnur sem eru rekin með tapi. Ekkert eitt kjördæmi sker sig úr að þessu leyti.

Ársverk í frystingu, söltun og herslu.

    Ekki liggja fyrir upplýsingar um fjölda ársverka við hefðbunda frystingu bolfisks. Í töflum 2 og 3 eru upplýsingar um ársverk í frystingu, söltun og herslu á bolfiski, síld, loðnu, rækju, hörpudiski og humri á árunum 1990–94. Landshlutaflokkun miðast við lögheimili launagreiðanda. Ekki liggja fyrir upplýsingar um fjölda ársverka á árinu 1995.

Tafla 2. Fjöldi ársverka í frystingu, söltun og herslu 1990–94,

skipt eftir kjördæmum.


Reykja-

Reykja-

Vestur-

Vest-

Norðurl.

Norðurl.

Austur-

Suður-

Landið

Ár

vík

nes

land

firðir

vestra

eystra

land

land

allt


1990
476
1231 766 1195 451 1093 991 883 7085
1991
492
1331 693 1078 449 1163 914 983 7103
1992
456
1051 631 942 485 1119 915 754 6352
1993
458
1168 620 890 503 1180 879 772 6469
1994
558
1154 691 905 489 1199 921 838 6754
Meðalfjöldi
488
1187 680 1002 475 1151 924 846 6753


    Eins og sést í töflu 2 voru unnin um 7.085 ársverk í frystingu, söltun og herslu á árinu 1990. Árið 1992 fækkaði ársverkunum mjög mikið en þeim fór aftur að fjölga á árinu 1993 og voru orðin 6.754 árið 1994. Árið 1990 voru flest ársverk um 1.231 unnin á Reykjanesi en á árinu 1994 hafði Norðurland eystra tekið forustuna og voru þar unnin um 1.199 ársverk það ár.

Tafla 3. Hlutfallsleg skipting ársverka í frystingu, söltun

og herslu 1990–94, eftir kjördæmum.


Reykja-

Reykja-

Vestur-

Vest-

Norðurl.

Norðurl.

Austur-

Suður-

Ár

vík

nes

land

firðir

vestra

eystra

land

land


1990

6,7%

17,4%

10,8%

16,9%

6,4%

15,4%

14,0%

12,5%

1991

6,9%

18,7%

9,8%

15,2%

6,3%

16,4%

12,9%

13,8%

1992

7,2%

16,5%

9,9%

14,8%

7,6%

17,6%

14,4%

11,9%

1993

7,1%

18,1%

9,6%

13,8%

7,8%

18,2%

13,6%

11,9%

1994

8,3%

17,1%

10,2%

13,4%

7,2%

17,8%

13,6%

12,4%

Meðaltal

7,2%

17,6%

10,1%

14,8%

7,0%

17,0%

13,7%

12,5%


    Tafla 3 sýnir hlutfallslega skiptingu ársverka í frystingu, söltun og herslu eftir kjördæmum. Þar sést að hlutfallslega flest ársverk eru unnin á Reykjanesi og Norðurlandi eystra og fast á hæla þeirra koma Austfirðir og Vestfirðir þar sem ársverkum hefur fækkað mest.

Breyting á fjölda starfa við hefðbundna frystingu á bolfiski

það sem af er árinu 1996 og horfur á komandi vetri.

    Upplýsingar um hvaða breyting hafi orðið á fjölda starfa við hefðbundna frystingu bolfisks það sem af er árinu 1996 og hverjar horfurnar séu á komandi vetri liggja ekki fyrir. Þjóðhagsstofnun hefur gert könnun á atvinnuástandi í september 1996. Samkvæmt henni vildu atvinnurekendur í fiskiðnaði fjölga um 60 starfsmenn eða um 1% af áætluðu vinnuafli í greininni og kemur fjölgunin öll fram á landsbyggðinni. Á sama tíma í fyrra vildu atvinnurekendur fjölga um 120 starfsmenn, eingöngu á landsbyggðinni. Hitt er annað mál að landfrysting er sú grein sjávarútvegs sem krefst hlutfallslega flests starfsfólks. Því hagar víða þannig til að lokun eins frystihúss í sjávarþorpi getur orðið til þess að hátt hlutfall íbúanna missir vinnuna og þeir eru atvinnulausir á meðan rekstrarstöðvun varir jafnvel þótt starfsmenn vanti til fiskvinnslustarfa í öðrum sjávarplássum.

Þróun frystingar bolfisks um borð í frystiskipum sl. tíu ár og breyting á

starfsskilyrðum frystingar í landi samanborið við frystingu um borð í skipum.

    Í töflum 4 og 5 má sjá að á árinu 1986 bárust um 584 þús. tonn af bolfiski á land. Var aflanum ráðstafað þannig það árið að um 78% voru unnin í landi, tæp 17% voru flutt út óunnin og 4,2% voru unnin um borð í vinnsluskipum. Frysting um borð í vinnsluskipum jókst hratt á árunum 1986–94, bæði í magni og sem hlutfall af heildarbolfiskafla á heimamiðum. Á árinu 1995 og það sem af er ársins 1996 hefur heldur minni afli hlutfallslega verið unninn um borð í vinnsluskipum en var árið 1994. Athyglisvert er að hlutur landvinnslunnar hefur frá árinu 1988 verið á bilinu 64–70% af heildarbolfiskafla og að aukinn hlut sjóvinnslu eftir 1990 virðist að mestu mega rekja til minnkandi útflutnings

Tafla 4. Ráðstöfun bolfiskafla á heimamiðum – afli í tonnum.


Ár

Landvinnsla

Útfl. ísaður, heill

Sjóvinnsla

Annað

Alls


Frysting

Söltun

Hersla

Ísaður

flattur

hausaður

skip

gámar

fiskur

eða flök

m/skipum

m/flugv.


1986
298.932
150.133 4.728 1.590 0 35.195 61.979 24.574 6.893 584.025
1987
281.354
180.883 8.362 2.891 0 39.479 61.833 37.295 7.195 619.291
1988
256.269
171.488 8.642 4.930 0 44.482 65.778 65.613 7.041 624.243
1989
242.148
151.051 13.593 13.445 0 44.867 70.897 72.618 5.774 614.393
1990
258.145
129.476 2.899 12.025 6.389 36.005 77.350 89.656 6.494 618.439
1991
270.258
126.691 1.265 6.724 8.361 29.452 53.290 96.502 6.032 598.575
1992
233.771
102.875 998 7.967 8.781 22.272 47.897 100.537 6.380 531.478
1993
235.259
98.102 1.316 320 11.844 18.248 41.275 103.750 6.233 516.346
1994
181.597
104.108 271 118 15.002 14.103 30.755 115.165 6.581 467.700
1995
157.485
108.507 1.258 0 16.204 11.523 22.825 95.081 7.792 420.674
1996*
108.914
87.437 657 0 14.655 3.555 20.672 69.991 4.876 310.759

* janúar–september

á óunnum ísuðum afla. Á árinu 1995 voru um 67% heildarbolfiskafla á heimamiðum unnin í landi, um 8% flutt út óunnin og um 27% unnin um borð í vinnsluskipum. Tafla 4 sýnir einnig hinn mikla samdrátt í bolfiskveiðunum. Á árinu 1986 nam aflinn eins og fyrr segir um 584 þús. tonnum, hann jókst í um 624 þús. tonn á árinu 1988 en var kominn niður í um 420 þús. tonn árið 1995.

Tafla 5. Hlutfallsleg skipting bolfiskafla á heimamiðum eftir ráðstöfun.


Útfl. ísaður,

Sjóvinnsla,

Ár

Landvinnsla

ferskur

frysting

Annað


1986           78
,0% 16 ,6%
4 ,2%

1,2%

1987           76
,5% 16 ,4%
6 ,0%

1,2%

1988           70
,7% 17 ,7%
10 ,5%

1,1%

1989           68
,4% 18 ,8%
11 ,8%

0,9%

1990           66
,1% 18 ,3%
14 ,5%

1,1%

1991           69
,0% 13 ,8%
16 ,1%

1,0%

1992           66
,7% 13 ,2%
18 ,9%

1,2%

1993           67
,2% 11 ,5%
20 ,1%

1,2%

1994           64
,4% 9 ,6%
24 ,6%

1,4%

1995           67
,4% 8 ,2%
22 ,6%

1,9%

1996*      68
,1% 7 ,8%
22 ,5%

1,6%


* janúar–september

    Í töflum 6 og 7 má sjá ráðstöfun flatfiskafla sem veiddur var á heimamiðum á árunum 1986–96 (janúar–september), sem og hlutfallslega skiptingu hans. Þar sést að á árinu 1986 nam aflinn tæpum 48 þús. tonnum. Aflinn jókst á árunum 1987–89 er hann varð um 77 þús. tonn en minnkaði síðan aftur og hefur verið 50–55 þús. tonn á ári síðan. Á árinu 1986 voru tæplega 12% af heildarflatfiskaflanum unnin um borð í vinnsluskipum. Hluturinn fór vaxandi allt til ársins 1993 er hann nam tæpum helmingi aflans, en varð um 43% á árinu 1995.

Tafla 6. Ráðstöfun flatfiskafla af heimamiðum – afli í tonnum.


Landvinnsla,

Útfl. ísaður – ferskur flatfiskur

Sjóvinnsla,

Ár

frysting

fiskiskip

gámar

flugfélar

frysting

Annað

Alls


1986          
27.818
2.421 11.260 0 5.553 579 47.631
1987          
35.320
2.040 12.817 0 13.340 733 64.250
1988          
34.314
2.078 16.461 0 19.353 684 72.889
1989          
34.735
1.588 13.843 0 25.989 1.167 77.322
1990          
18.432
1.804 14.174 235 19.381 403 54.428
1991          
17.440
915 12.904 428 22.884 418 54.989
1992          
18.930
1.288 9.770 270 21.381 312 51.951
1993          
16.280
730 10.542 369 27.768 378 56.069
1994          
19.791
351 9.596 408 20.744 478 51.368
1995          
22.056
167 6.519 783 22.914 359 52.798
1996*     
18.686
54 5.761 1.382 13.993 268 40.144

* janúar–september


Tafla 7. Ráðstöfun flatfiskafla af heimamiðum – hlutfallsleg skipting.


Útfl. ísaður,

Sjóvinnsla,

Ár

Landvinnsla

ferskur

frysting

Annað


1986           58
,4% 28 ,7%
11 ,7%

1,2%

1987           55
,0% 23 ,1%
20 ,8%

1,1%

1988           47
,1% 25 ,4%
26 ,6%

0,9%

1989           44
,9% 20 ,0%
33 ,6%

1,5%

1990           33
,9% 29 ,8%
35 ,6%

0,7%

1991           31
,7% 25 ,9%
41 ,6%

0,8%

1992           36
,4% 21 ,8%
41 ,2%

0,6%

1993           29
,0% 20 ,8%
49 ,5%

0,7%

1994           38
,5% 20 ,2%
40 ,4%

0,9%

1995           41
,8% 14 ,1%
43 ,4%

0,7%

1996*      46
,5% 17 ,9%
34 ,9%

0,7%


* janúar–september

    Í töflum 8 og 9 má sjá að allt frá því að frystitogarar hófu rekstur hafa þeir sýnt mikinn hagnað samfara hækkandi afurðaverði. Það er helst nú síðustu tvö árin sem hagnaður hefur minnkað og hægt hefur á hækkun afurðaverðs. Annað er upp á teningnum í landfrystingunni. Afkoma frystingarinnar var reyndar viðunandi árin 1989–94 en hefur farið hríðversnandi síðustu tvö árin. Afurðaverð í frystingu hefur aðeins hækkað um tæp 9% síðan árið 1986 á meðan afurðaverð í sjófrystingu hefur hækkað um tæplega 71%. Á þessu munu m.a. vera þær skýringar að samdráttur í þorskafla hefur leitt til þess að hlutfall ódýrari tegunda eins og ufsa og ýsu hefur vaxið í landvinnslunni sem aftur endurspeglast í minni hækkunum á meðaltalsverði landfrystra afurða. Einnig hefur vinnslustig þeirra afurða sem unnar eru um borð í vinnsluskipum farið hækkandi frá því sem í upphafi var, er fiskur var fyrst og fremst heilfrystur um borð í þeim, yfir í að þar eru unnar verðmætari afurðir.

Tafla 8. Afkoma sjávarútvegs í hlutfalli af rekstrartekjum alls

á árunum 1986–95, árgreiðsluaðferð.


1986

1987

1988

1989

1990

1991

1992

1993

1994

1995


Frysting:
Hagnaður af reglulegri starfsemi, % -0
,9 -0 ,8 -7 ,2 2 ,8 2 ,8 0 ,2 2 ,9 2 ,7 4 ,5
-4 ,7

Sjófrysting:
Hagnaður af reglulegri starfsemi, % 13
,3 10 ,5 7 ,2 4 ,5 10 ,2 11 ,6 9 ,8 11 ,6 9 ,4
3 ,1

Sjávarútvegur alls:
Hagnaður af reglulegri starfsemi, % 1
,3 0 ,0 -5 ,0 -2 ,1 1 ,4 -0 ,3 3 ,2 4 ,0 5 ,1
4 ,5


Tafla 9. Verð á afurðum í frystingu og sjófrystingu skráð í SDR árin 1986–96.


Ágúst

1986

1987

1988

1989

1990

1991

1992

1993

1994

1995

1996


Verð á landfrystum afurðum 100
,0 114 ,9 108 ,8 108 ,2 125 ,2 142 ,2 134 ,4 118 ,4 113 ,2 112 ,7
108 ,7
Verð á sjófrystum afurðum 100
,0 132 ,5 134 ,0 133 ,4 155 ,5 179 ,2 178 ,6 159 ,5 150 ,8 158 ,5
170 ,9


Fyrirhugaðar aðgerðir af hálfu stjórnvalda til að ýta undir aukna verðmætasköpun

í úrvinnslu bolfisks í landi og búa fiskvinnslufólki viðunandi atvinnuöryggi.

    Af hálfu stjórnvalda hefur mjög verið hvatt til þess að fyrirtækin skoði vandlega möguleika á aukinni fullvinnslu sjávarafurða. Er næsta víst að fyrirtækin verða að verja meira fé til rannsókna, vöruþróunar og markaðssetningar á nýjum vörum. Hér er um dýrt og viðamikið verkefni að ræða og eru fyrirtækin hæfust til að meta tækifærin og hugsanlega arðsemi. Hlutverk stjórnvalda er að skapa þeim sem starfa í sjávarútvegi hagstætt starfsumhverfi og tryggja sterka samkeppnisstöðu íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja á alþjóðlegum mörkuðum. Það hafa stjórnvöld gert með almennum aðgerðum sem lýst er í fyrsta kafla skýrslunnar og með viðskiptasamningum sem tryggja betri aðgang afurða að helstu mörkuðum. Má í þessu sambandi minna á að tollalækkanir samkvæmt EES-samningi koma að fullu til framkvæmda um næstu áramót. Þá var nýlega gerður samningur við Evrópusambandið og Noreg sem felur í sér að ytri landamæri ESB hvað varðar heilnæmi sjávarfangs eru flutt út fyrir Ísland og Noreg þannig að EES-svæðið verður ytri landamæri allra EES-ríkja. Þessi samningur, sem kemur til framkvæmda á næsta ári, mun spara útflytjendum til Evrópusambandsins háar fjárhæðir vegna gjalds sem ella hefði verið innheimt við innflutning fyrir skoðanir á heilnæmi sjávarfangsins, auk þess að stytta þann tíma sem tekur að koma vörum á markaðinn. Enn fremur er unnið að því að endurskipuleggja fjárfestingalánasjóði atvinnulífsins sem mun hjálpa til við að tryggja fyrirtækjunum aðgang að fé til nýsköpunarverkefna. Atvinnuöryggi fiskvinnslufólks verður best tryggt með fiskveiðistjórnunarkerfi er tryggir áframhaldandi uppbyggingu fiskstofnanna og arðbæra nýtingu þeirra þannig að til langs tíma náist hámarksafrakstur til handa íslensku þjóðinni af ábyrgri nýtingu allra auðlinda hafsins.

Fylgiskjal.


Þjóðhagsstofnun:

Rekstraryfirlit botnfiskvinnslu 1995.

(Kaupgengi USD, 64,6803 kr.)


(1 síða mynduð.)



Rekstraráætlun fyrir botnfiskvinnslu

miðað við skilyrði í ágúst 1996.

(Kaupgengi USD, 66,11 kr.)


(1 síða mynduð.)


(Þjóðhagsstofnun, tafla 3, 1 síða mynduð.)