Ferill 1. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.1996. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 1 . mál.


470. Breytingartillagavið frv. til fjárlaga fyrir árið 1997.

Frá Guðnýju Guðbjörnsdóttur, Kristínu Ástgeirsdóttur


og Kristínu Halldórsdóttur.Þús. kr.

    Við 4. gr. 02-221 Kennaraháskóli Íslands. 105 Kennsla.
    Fyrir „168.600“ kemur     
171.600


Greinargerð.


    Lagt er til að Kennaraháskóla Íslands verði gert kleift að lengja kennaranám til BEd-prófs við skólann frá og með næsta hausti úr þremur árum í fjögur ár. Gert er ráð fyrir að aðalkostnaðurinn verði eftir þrjú ár við kennslu eins viðbótarárgangs með 130 nemendum. Kennslukostnaður er áætlaður 55 millj. kr. og kostnaður við kennsluhúsnæði 130 millj. kr. Þær 3 millj. kr. sem hér er gerð tillaga um er til skipulagningar námsins á fyrsta ári en hún þarf að fara fram fyrir næsta haust. Gert er ráð fyrir að fjórða námsárið verði 15 einingar í valgrein og 15 einingar í kjarnagreinum grunnskólans, eins og ætlunin var þegar þessu fjórða ári var frestað með lögum. Í kjölfar TIMSS-rannsóknarinnar um árangur skólabarna í raungreinum og stærðfræði hafa bæði Kennarasamtökin og nemar í KHÍ hvatt til lengingar BEd-námsins í fjögur ár.