Ferill 285. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1996–97. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 285 . mál.


539. Fyrirspurn



til menntamálaráðherra um íslenskt sjónvarpsefni.

Frá Svavari Gestssyni.



    Hver var heildarútsendingartími íslenskra sjónvarpsstöðva árið 1996 í klukkustundum:
         
    
    alls,
         
    
    eftir sjónvarpsstöðvum?
    Hve margar klukkustundir voru sendar út af íslensku efni á sjónvarpsstöðvunum árið 1996:
         
    
    alls,
         
    
    eftir sjónvarpsstöðvum?
    Hvert var hlutfall íslensks efnis af dagskrárefni sjónvarpsstöðvanna:
         
    
    alls,
         
    
    á hverri stöð um sig?
    Hvað voru fréttir og fréttatengt efni, t.d. Dagsljós, stór hluti íslenska efnisins:
         
    
    á sjónvarpsstöðvunum alls,
         
    
    á hverri stöð fyrir sig?
    Hvað voru íþróttir stór hluti íslenska efnisins:
         
    
    alls,
         
    
    á hverri stöð fyrir sig?
    Hve stór hluti íslensks dagskrárefnis var almennir umræðuþættir, t.d. Þingsjá, mælt í klukkustundum?
    Hve stór hluti íslenska dagskrárefnisins var frumsamið efni, t.d. Spaugstofan og kvikmyndir?
    Hve stór hluti íslenska efnisins var skemmtiþættir, t.d. þættir Hermanns Gunnarssonar?
    Hve stór hluti efnis stöðvanna var:
         
    
    íslenskt barnaefni,
         
    
    barnaefni talsett á íslensku?
    Hverju nam heildarkostnaður við gerð íslensks sjónvarpsefnis fyrir utan fréttir og fréttatengt efni, þar með taldar íþróttir, árið 1996?


Skriflegt svar óskast.