Ferill 361. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1996–97. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 361 . mál.


635. Fyrirspurn



til heilbrigðisráðherra um starfsfólk sjúkrastofnana.

Frá Guðmundi Árna Stefánssyni.



    Hversu margir einstaklingar voru á launaskrá sjúkrahúsa, sjúkrastofnana (þar með taldar öldrunarstofnanir og heilsugæslustöðvar) og annarra stofnana sem heyrðu undir heilbrigðisráðuneytið um síðustu áramót?
                  Óskað er sundurliðunar eftir einstökum stofnunum, starfsgreinum og kyni starfsmanna.
    Hvert er hlutfall heilbrigðisstarfsmanna af vinnubærum mönnum í viðkomandi sveitarfélagi annars vegar og þjónustusvæðis stofnunar hins vegar?
    Hefur verið lagt mat á mikilvægi þessara þjónustustofnana í atvinnulífi viðkomandi byggðarlaga og áhrifa á það með tilliti til byggðastefnu? Hefur það verið gert í tillögum nefndar heilbrigðisráðherra um „hagræðingu í rekstri landsbyggðarsjúkrahúsa“?


Skriflegt svar óskast.