Ferill 400. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1996–97. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 400 . mál.


694. Fyrirspurn



til dómsmálaráðherra um framkvæmd laga um fangelsi og fangavist.

Frá Margréti Frímannsdóttur.



    Hvernig er staðið að framkvæmd 5. tölul. 2. gr. laga um fangelsi og fangavist (um sérhæfða þjónustu) hvað varðar sálfræðiþjónustu og félagsráðgjöf? Hversu margir fangar fengu þjónustu sálfræðinga og félagsráðgjafa árin 1995 og 1996, sundurliðað eftir fangelsum og fjölda þeirra skipta sem hver einstaklingur fékk þjónustuna? Var þörfinni fyrir þessa þjónustu fullnægt? Ef ekki, hversu mörgum beiðnum var synjað?
    Hvernig er staðið að almennri læknis- og hjúkrunarþjónustu í fangelsum annars vegar og sérhæfðri læknisþjónustu, þar með talinni þjónustu geðlækna, hins vegar? Hversu margir þurftu á þessari þjónustu að halda árin 1995 og 1996, sundurliðað eftir fangelsum og fjölda þeirra skipta sem hver einstaklingur fékk þjónustuna? Var þörfinni fyrir þessa þjónustu fullnægt? Ef ekki, hversu mörgum beiðnum var hafnað eða ekki sinnt?
    Hvernig er staðið að greiðslum fyrir sérhæfða heilbrigðisþjónustu sem fanga er veitt utan fangelsis? Hver var heildarkostnaður við þessa þjónustu árin 1995 og 1996, sundurliðað eftir fangelsum og greiðendum?


Skriflegt svar óskast.