Ferill 413. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.1996–1997. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 413 . mál.


714. Frumvarp til lagaum veitingu ríkisborgararéttar.

(Lagt fyrir Alþingi á 121. löggjafarþingi 1996–97.)1. gr.


    Ríkisborgararétt skulu öðlast:
    Helgi Sveinn Heimisson, nemi á Egilsstöðum, f. 16. desember 1979 á Egilsstöðum.
    Jessen, Peter Winkel, byggingatæknir í Reykjavík, f. 15. október 1948 í Danmörku.
    Karaolanis, Antonis, framreiðslumaður í Reykjavík, f. 20. maí 1964 í Grikklandi.
    Mamelin, René, verkamaður í Keflavík, f. 20. ágúst 1946 í Frakklandi.
    Mankowska, Bozena Marja, fiskvinnslukona á Akureyri, f. 25. mars 1953 í Póllandi.
    Pehrsson, Linda Elisabeth, húsmóðir á Þórshöfn, f. 21. ágúst 1970 í Noregi.
    Pilkington, Brian Charles, teiknari í Reykjavík, f. 20. júlí 1950 í Englandi.
    Steinmann, Erika, verkakona á Egilsstöðum, f. 28. maí 1948 í Sviss.
    Walker, Kristín Sybil, starfsstúlka á Akureyri, f. 25. janúar 1944 í Englandi.

2. gr.


    Lög þessi öðlast þegar gildi.

Athugasemdir við lagafrumvarp þetta.

    Umsækjendur þeir, sem teknir hafa verið í lagafrumvarp þetta, fullnægja skilyrðum samkvæmt reglum Alþingis um veitingu ríkisborgararéttar sem settar voru af allsherjarnefnd Alþingis 21. febrúar 1995.
    Frumvarp þetta er síðara frumvarp til laga um veitingu ríkisborgararéttar sem borið er fram á 121. löggjafarþingi.
    Við gildistöku laga um mannanöfn nr. 45 17. maí 1996 1. janúar 1997 féll niður sú krafa að erlendur ríkisborgari aðlagi nafn sitt íslenskum reglum um mannanöfn. Því er ekki tekið upp í frumvarp þetta ákvæði um nafnbreytingu þeirra sem lagt er til að veittur verði ríkisborgararéttur.