Ferill 442. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1996–97. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 442 . mál.


752. Fyrirspurn



til fjármálaráðherra um nauðasamninga samkvæmt lögum um tekjuskatt og eignarskatt.

Frá Rannveigu Guðmundsdóttur.



    Hvað hafa margir einstaklingar leitað heimildar til samninga um greiðslu eignarskatts og/eða tekjuskatts skv. 3. mgr. 1. gr. laga nr. 64/1996, um breyting á lögum nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum, og hversu margir hafa leitað nauðasamnings við skuldheimtumenn skv. 4. mgr. sömu greinar frá því að lögin tóku gildi?
    Hversu margir samningar hafa verið gerðir samkvæmt lögum nr. 64/1996 síðan þau tóku gildi, sundurliðað skv. 3. mgr. og 4. mgr. 1. gr. laganna?
    Hverjar eru fjárhæðir sem samið hefur verið um? Svar óskast sundurliðað eftir umsóknum.


Skriflegt svar óskast.