Ferill 152. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


1996–97. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 152 . mál.


754. Nefndarálitum frv. til l. um Flugskóla Íslands hf.

Frá meiri hluta samgöngunefndar.    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Þorgeir Pálsson flugmálastjóra og Kristján Þorbergsson hdl. Þá komu á fund Ísleifur Ottesen og Arnar Hákonarson frá Leiguflugi/Flugmennt og Guðlaugur Sigurðsson frá Flugskólanum Flugtaki og frá Félagi íslenskra einkaflugmanna komu Þorkell Guðnason, Höður Guðlaugsson og Guðmundur Þór Björnsson. Nefndinni bárust umsagnir frá Flugleiðum, Félagi íslenskra einkaflugmanna, Flugskóla Helga Jónssonar ehf., Flugtaki hf. og Leiguflugi/Flugmennt.
    Frumvarp um stofnun hlutafélags um rekstur flugskóla var lagt fram á 120. þingi og bárust þá allmargar umsagnir um málið. Frumvarpið hefur nú sætt nokkrum breytingum frá fyrri gerð, m.a. með hliðsjón af framkomnum athugasemdum.
    Í frumvarpinu er lagt til að stofnað verði hlutafélag um rekstur Flugskóla Íslands. Ástæða þess að slíkt rekstrarform er valið er sú að með því er aðilum, sem hagsmuna eiga að gæta varðandi rekstur skólans, gefinn kostur á að gerast eignaraðilar að honum og hafa þannig áhrif á stefnu hans og viðgang. Engum einum aðila öðrum en ríkinu er þó heimilt að eiga meira en 25% hlutafjár samkvæmt frumvarpinu.
    Markmiðið með starfsemi Flugskóla Íslands hf. er að veita nemendum bestu menntun sem völ er á hverju sinni og stefnt er að því að nemendur útskrifist með skírteini sem viðurkennd verði af Samtökum loftferðaeftirlita í Evrópu, Joint Aviation Authorities (JAA).
    Í 7. gr. frumvarpsins er gert ráð fyrir að stofnfund hlutafélagins skuli halda samkvæmt ákvörðun samgönguráðherra í samráði við þá sem hann kveður til samstarfs. Meiri hluti nefndarinnar telur rétt að tryggja að allir eigi jafna möguleika á að sækja stofnfund og að fundurinn verði auglýstur opinberlega. Með því er átt við að fundurinn verði auglýstur í blöðum eða á annan sannanlegan hátt. Meiri hlutinn leggur til að frumvarpið verði samþykkt með eftirfarandi

BREYTINGU:


    Fyrri málsliður 1. mgr. 7. gr. orðist svo: Samgönguráðherra skal auglýsa opinberlega fund um stofnun hlutafélags um rekstur Flugskóla Íslands.

    Árni Johnsen var fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 12. mars 1997.Einar K. Guðfinnsson,

Magnús Stefánsson.

Egill Jónsson.


form., frsm.Stefán Guðmundsson.

Kristján Pálsson.