Ferill 458. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


1996–97. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 458 . mál.


794. Svar



fjármálaráðherra við fyrirspurn Árna M. Mathiesen um tekjuskatt og bótagreiðslur.

    Hve margir framteljendur greiða skatt umfram mótteknar bætur (barnabætur, barnabótaauka, vaxtabætur)?
    Samkvæmt upplýsingum frá embætti ríkisskattstjóra var heildarfjöldi framteljenda rúmlega 200.000 árið 1995. Þá eru hjón talin sem tveir einstaklingar. Þar af greiðir um helmingur, eða 103.000 einstaklingar, tekjuskatt til ríkisins að frádregnum persónuafslætti og öðrum frádráttarliðum, þ.e. lífeyrisiðgjöldum, hlutafjárafslætti, innleggi á húsnæðissparnaðarreikninga o.fl. Hins vegar greiðir aðeins réttur þriðjungur skatt umfram mótteknar bætur, eða tæplega 70.000 einstaklingar, sé einnig tekið tillit til barnabóta og vaxtabóta.











(mynd, repró)











    Hve margir fá meira út úr skattkerfinu í formi bóta en þeir greiða í tekjuskatt?
    Nálægt 40.000 einstaklingar fá endurgreiðslu frá ríkinu í formi bóta umfram álagningu tekjuskatts til ríkisins.

    Hve margir greiða engan tekjuskatt og fá engar bætur?
    Nálægt 90.000 einstaklingar greiða hvorki tekjuskatt til ríkisins né njóta vaxta- eða barnabóta. Stór hluti þeirra eru námsmenn, sem oftast vinna aðeins hluta úr ári, og ellilífeyrisþegar. Rétt er að taka fram að talsverður hluti þessara einstaklinga greiðir útsvar til sveitarfélaga.

    Hver eru skattleysismörkin hér á landi miðað við skattleysismörk hjá öðrum þjóðum?
    Hár persónuafsláttur veldur því að skattleysismörk tekjuskatts á einstaklinga eru óvíða hærri en hér á landi. Í ársbyrjun 1996 voru skattleysismörkin liðlega 60 þús. kr. á mánuði en í Sviss og Lúxemborg, sem koma næst, voru mörkin rúmlega 40 þús. kr. á mánuði, sbr. meðfylgjandi töflu. Rétt er að taka fram að hér er bæði horft til ríkis og sveitarfélaga.

Tekjuskatthlutföll og skattleysismörk einstaklinga


í Evrópuríkjum OECD árið 1996.



Fjöldi þrepa

Lægsta þrep

Hæsta þrep

Skattleysismörk


%

%

Þús. kr.1



Ísland, ríki     
2
33 38 60
Ísland, sveitarfélög, meðalskattur     
-
9 9 60
Danmörk, ríki     
4
12 34 ,5 28
Danmörk, sveitarfélög, meðalskattur     
-
30 30 28
Finnland, ríki     
6
7 39 51
Finnland, sveitarfélög, meðalskattur     
1
22 22 0
Noregur, ríki     
2
9 ,5 14 190
Noregur, sveitarfélög, meðalskattur     
1
28 28 8
Svíþjóð, ríki     
1
25 25 184
Svíþjóð, sveitarfélög, meðalskattur     
1
30 30 10
Belgía, ríki     
7
25 55 34
Belgía, sveitarfélög, meðalskattur     
-
7 7 34
Sviss, ríki     
10
1 12 44
Sviss, sveitarfélög, meðalskattur     
1
15 15 -
Austurríki     
5
10 50 5
Bretland     
3
20 40 33
Frakkland     
6
12 57 24
Grikkland     
4
5 40 2
Holland     
3
7 60 22
Írland          
2
27 48 23
Ítalía          
7
10 51 -
Lúxemborg     
17
10 50 42
Portúgal     
4
15 40 -
Spánn     
17
20 56 21
Þýskaland 2     
?
6 34 21

1 Hér hefur ekki verið leiðrétt fyrir PPP.
2 Í Þýskalandi byggist álagning tekjuskatts á sérstakri formúlu en ekki ákveðnum fjölda þrepa.

Heimild: OECD Tax Data Base, 1996.


    Hve miklar tekjur af staðgreiðslunni (nettó) ganga til ríkis og hve miklar til sveitarfélaganna og hvernig hefur þetta hlutfall breyst frá upphafi staðgreiðslunnar?
    Þegar staðgreiðslan var tekin upp í ársbyrjun 1988 var staðgreiðsluhlutfallið 35,2%. Þar af var hlutur sveitarfélaga 6,7%, en hlutur ríkis 28,5%. Þetta segir þó ekki alla söguna því að á móti hlut ríkisins vega persónuafsláttur og bótagreiðslur, auk greiðslu sóknar- og kirkjugarðsgjalda, en þau eru innheimt sem hluti af staðgreiðslu. Að þessum liðum frátöldum nam hlutur ríkisins aðeins 4,6% á árinu 1988.

Hlutur ríkis og sveitarfélaga í tekjuskattlagningu einstaklinga 1988 og 1997.



Áætlun


1988

1997

1997


%

%

Milljarðar



Tekjuskattur og útsvar, brúttó      35
,2 42 ,0
118
    Nýttur persónuafsláttur      -20 ,5 -20 ,2 -55
    Sóknar- og kirkjugarðsgjöld      -0 ,5 -0 ,6 -2
    Barnabætur, vaxtabætur o.fl.      -2 ,9 -4 ,2 -13

Tekjuskattar, nettó      11
,3 17 ,0
48
    Útsvar sveitarfélaga      6 ,7 11 ,3 32
    Tekjuskattur ríkisins – afslættir og bætur      4 ,6 5 ,7 16


    Í byrjun árs 1997 var staðgreiðsluhlutfall tekjuskatts á einstaklinga orðið tæplega 42% og hefur því hækkað um tæplega 7% frá upptöku staðgreiðslunnar. Tekjuskattar, nettó, hafa hins vegar hækkað minna, eða um tæplega 6%. Þar af hefur hlutur sveitarfélaga, þ.e. útsvarið, hækkað um liðlega 4,5% en hlutur ríkis um rúmlega 1%. Þessa þróun þarf hins vegar að skoða í samhengi við aðrar skattabreytingar sem komið hafa til framkvæmda á framangreindu tímabili og tengjast breytingum á tekjuskatts- og útsvarshlutföllum. Þar ber fyrst að telja afnám aðstöðugjalds árið 1993, en á móti var útsvar sveitarfélaga hækkað um 1,6%. Í öðru lagi var tekjuskattur ríkisins hækkaður um 0,35% þegar virðisaukaskattur á matvælum var lækkaður í ársbyrjun 1994. Í þriðja lagi var tekjutapi ríkisins, þegar lífeyrisiðgjöld voru gerð skattfrjáls, að hluta mætt með því að halda fjárhæðarmörkum tekjuskatts óbreyttum árið 1996. Síðast en ekki síst var hlutdeild sveitarfélaga í tekjuskattlagningu einstaklinga aukin um 2,74% af tekjuskattsstofni í byrjun þessa árs vegna yfirtöku þeirra á rekstri grunnskólans.

    Hvert er hlutfall tekjuskatta af heildartekjum ríkis og sveitarfélaga hér á landi í samanburði við aðrar þjóðir?
    Á árinu 1994 var hlutur tekjuskatta ríkis og sveitarfélaga í skattheimtu aðildarríkja OECD tæplega 28%, en samsvarandi hlutfall fyrir Evrópuríkin er 25,5%. Hér á landi var þetta hlutfall tæplega 31%. Sé skattbyrðin hins vegar metin sem hlutfall af landsframleiðslu er íslenska hlutfallið lítillega undir meðaltali OECD-ríkjanna, eða 10% sem er svipað og í Evrópuríkjunum, samanborið við tæplega 11% í öllum OECD-ríkjunum. Við þennan samanburð er þó rétt að hafa þann fyrirvara að víða í aðildarríkjum OECD er að finna álagningu tryggingagjalds á einstaklinga sem er í mörgum tilvikum ígildi tekjuskatts og lagt er á öll laun án frádráttar. Ekki er tekið tillit til þess í tölunum hér að framan. Þá er einnig rétt að árétta að alþjóðlegur samanburður af þessu tagi er vandmeðfarinn, einkum vegna þess hversu mismunandi fjármögnun er á tryggingakerfum einstakra ríkja. Þá skiptir tekjuskipting ríkis og sveitarfélaga einnig máli, auk þess sem skattstofn og/eða frádráttarliðir kunna að vera mismunandi milli ríkja.

Íslenska skattkerfið samanborið við önnur lönd.1



Hlutfallsleg skipting, %

Ísland

Evrópuríki OECD

Norðurlöndin2


1985

1994

1985

1994

1985

1994



Tekjuskattar      22
,6 33 ,3 34 ,6 32 ,7 45 ,4
44 ,6
    Einstaklingar      19 ,5 30 ,8 27 ,7 25 ,5 38 ,2 38 ,5
    Fyrirtæki      3 ,1 2 ,5 6 ,9 7 ,2 7 ,2 6 ,1
Eignarskattar      7
,3 9 ,4 4 ,1 4 ,4 2 ,8
2 ,9
Launa- og tryggingagjöld      6
,0 8 ,1 27 ,5 29 ,2 18 ,0
21 ,1
    Launþegar/einstaklingar      0 ,2 0 ,4 8 ,3 8 ,9 1 ,9 4 ,0
    Atvinnurekendur      5 ,8 7 ,7 19 ,2 20 ,3 16 ,1 16 ,1
Skattar á vörur og þjónustu      61
,1 49 ,2 33 ,0 32 ,8 33 ,1
31 ,8
Aðrir skattar      3
,0
- 0 ,8 0 ,8 0 ,7 0 ,6
Heildarskatttekjur hins opinbera 1      100
,0 100 ,0 100 ,0 100 ,0 100 ,0
100 ,0
Sem hlutfall af VLF, %      28
,4 30 ,9 38 ,3 40 ,8 45 ,5
47 ,8

1 Ríki og sveitarfélög.
2 Án Íslands.


    Hvert er hlutfall tekjuskatts (að teknu tilliti til barnabóta) af heildartekjum hjá einstaklingum, einstæðum foreldrum og hjónum fyrir og eftir fyrirhugaðar skattalagabreytingar ríkisstjórnarinnar? Hvernig hafa jaðaráhrifin breyst hjá þessum hópum?
    Hinn 10. mars sl. kynnti ríkisstjórnin hugmyndir sínar um aðgerðir í skattamálum. Meginefni þeirra er lækkun tekjuskatts um 4% fram til ársins 1999, hækkun skattleysismarka um 2,5% á ári 1998–2000, hækkun á sérstökum tekjuskatti úr 5% í 7% auk breytinga á viðmiðunarmörkum og sameining ótekjutengdra barnabóta og barnabótaauka í eitt tekjutengt kerfi samhliða lækkun á tekjuskerðingarhlutföllum.
    Heildaráhrif þessara tillagna eru áætluð 5,2 milljarðar kr. til lækkunar á tekjum ríkissjóðs, þegar skattalækkunin verður að fullu komin til framkvæmda. Þetta jafngildir u.þ.b. 2% aukningu á kaupmætti ráðstöfunartekna heimilanna þegar á heildina er litið. Aukningin er hlutfallslega mest hjá fólki með meðaltekjur, enda greiðir lágtekjufólk tiltölulega litla skatta, bæði í krónum talið og í hlutfalli við tekjur. Hins vegar lækka skattgreiðslur hlutfallslega mest hjá lágtekjufólki. Í meðfylgjandi töflu eru sýnd dæmi um áhrif þessara breytinga á einstaklinga eftir hjúskaparstöðu og ráðstöfunartekjum, enn fremur jaðaráhrif breytinganna þegar þær eru allar komnar fram.

Tillögur að breyttu tekjuskattskerfi – mánaðartölur.



Atvinnutekjur

Tekjuskattur – barnabætur

Hækkun

Jaðar-


Fyrir breyt.

Eftir breyt.

ráðstöfunartekna

áhrif

Þús. kr.

Þús. kr.

%

%

I. Einstaklingur:
75.000

     6
,9 5 ,7 1 ,2
-4
100.000      17 ,4 15 ,2 2 ,2 -4
150.000      38 ,4 34 ,2 3 ,8 -4
II. Einstætt foreldri:
75.000
     -5 ,7 -7 ,6 2 ,4 -5
100.000      6 ,3 3 ,2 3 ,4 -5
150.000      30 ,3 24 ,7 4 ,7 -5
III. Hjón:
150.000      -1 ,3 -5 ,6 2 ,8 -6
225.000      38 ,5 29 ,6 4 ,7 -6
400.000      113 ,1 106 ,4 2 ,4 -4



    Hver eru hlutföll tekjuskatts hér á landi miðað við það sem gengur og gerist í öðrum löndum?
    Það er einkum tvennt sem greinir íslenska tekjuskattskerfið frá því sem tíðkast í öðrum löndum. Annars vegar eru skattþrepin færri hér en annars staðar. Hins vegar, sem tengist vitaskuld fyrra atriðinu, er lægra skattþrepið hér hærra en í flestum öðrum löndum. Aðeins eitt ríki innan OECD er með hærra hlutfall, eða Danmörk, en þar er lægsta þrepið 43%. Á hinn bóginn eru flest ríkjanna með hærra hlutfall á efra/efsta þrepi. Þar trónir Danmörk reyndar einnig á toppnum með 65%. Frekari sundurliðun er sýnd í töflu á bls. 2 hér að framan.

    Hvað kostar 1% í tekjuskattslækkun miðað við óbreytt skattleysismörk og hvað kostar hækkun skattleysismarka um 1.000 kr. á mánuði?
    Lækkun tekjuskatts um eitt prósentustig að óbreyttum skattleysismörkum kostar ríkissjóð 1,3 milljarða kr. á ári. Hækkun skattleysismarka um 1.000 kr. á mánuði kostar ríkissjóð um 800 millj. kr. árlega. Loks má geta þess að lækkun tekjuskatts um eitt prósentustig að óbreyttum persónuafslætti kostar ríkissjóð um 2,3 milljarða kr. á ári.

    Hvernig hafa heildarskatttekjur ríkisins sem hlutfall af landsframleiðslu þróast á árunum 1988–96?
    Í meðfylgandi töflu er að finna upplýsingar um þróun heildarskatttekna ríkisins samanborið við landsframleiðslu á framangreindu árabili. Þar sést að hlutfall skatttekna af landsframleiðslu var 23,7% að meðaltali á þessu tímabili. Árið 1996 var þetta hlutfall heldur hærra, eða 24,1%, en það er sama hlutfall og mælist fyrir árin 1989 og 1992. Hækkun milli áranna 1995 og 1996 má alfarið rekja til áhrifa aukins kaupmáttar heimilanna og almennra umsvifa í efnahagslífinu, en hvort tveggja skilar sér í auknum skatttekjum ríkissjóðs.

Skatttekjur ríkisins sem hlutfall af landsframleiðslu.



1988          
23
,6
1989          
24
,1
1990          
23
,7
1991          
23
,6
1992          
24
,1
1993          
23
,4
1994          
23
,4
1995          
23
,3
1996          
24
,1
Meðaltal 1988–1996     
23
,7