Ferill 567. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1996–97. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 567 . mál.


926. Fyrirspurn



til viðskiptaráðherra um gjaldtöku lögmanna og fjármálastofnana.

Frá Jóhönnu Sigurðardóttur.



    Er ráðherra tilbúinn til að beita sér fyrir því að settar verði reglur um gjaldtöku lögmanna, þannig að sett verði opinber gjaldskrá þar sem m.a. yrði sett þak á innheimtuþóknun lögmanna og aðra gjaldtöku hjá skuldurum í vanskilum?
    Hver er skoðun ráðherra á hárri gjaldtöku, þóknunum og dráttarvaxtatöku fjármálastofnana vegna vanskila skuldara?
    Telur ráðherra rétt að setja fjármálastofnunum reglur um hámarksgjaldtöku vegna vanskila skuldara og/eða að beita sér fyrir aðgerðum sem auðvelda þeim að greiða skuldir sínar sem af ófyrirsjáanlegum orsökum lenda í miklum vanskilum við innlánsstofnanir? Sérstaklega er hér átt við tilvik þegar við blasir að innlánsstofnun muni ella tapa kröfum við gjaldþrot einstaklings, sem þá yrði gefinn kostur á viðráðanlegri greiðsluaðlögun, t.d. með samningi um frestun á greiðslu skuldar, eftirgjöf á hluta skulda eða vaxta og kostnaðar, annaðhvort strax eða að loknu greiðsluaðlögunartímabili, þegar skuldari hefur staðið við sinn hluta samnings um greiðsluaðlögun.