Ferill 409. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


1996–97. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 409 . mál.


938. Nefndarálitum frv. til l. um stofnun hlutafélaga um Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands.

Frá meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar.    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Halldór J. Kristjánsson, Pál Gunnar Pálsson og Benedikt Árnason frá viðskiptaráðuneytinu, Bjarna Ármannsson, Sigurð Einarsson, Hilmar Þór Kristinsson og Hreiðar Má Sigurðsson frá Kaupþingi hf., Johan Bergendahl frá J.P. Morgan, Stefán Pálsson frá Búnaðarbanka Íslands, Björn Líndal frá Landsbanka Íslands, Val Valsson og Björn Björnsson frá Íslandsbanka hf., Finn Sveinbjörnsson frá Sambandi íslenskra viðskiptabanka, Sigurð Hafstein frá Sambandi íslenskra sparisjóða, Ingimund Friðriksson, Yngva Örn Kristinsson og Þórð Ólafsson frá Seðlabanka Íslands, Má Elísson frá Fiskveiðasjóði Íslands, Braga Hannesson frá Iðnlánasjóði, Þorvarð Alfonsson frá Iðnþróunarsjóði, Ólaf B. Thors og Sigmar Ármannsson frá Sambandi íslenskra tryggingafélaga, Gunnar Felixson frá Tryggingamiðstöðinni hf., Friðbert Traustason frá Sambandi íslenskra bankamanna, Smára Þórarinsson fyrir hönd starfsmanna Fiskveiðasjóðs, Sverri Geirdal fyrir hönd starfsmanna Iðnlánasjóðs, Önnu Rósu Jóhannsdóttur og Ragnheiði Dagsdóttur frá Starfsmannafélagi Búnaðarbanka Íslands, Þórunni Þorsteinsdóttur og Ingveldi Ingólfsdóttur frá Starfsmannafélagi Landsbanka Íslands, Harald Sumarliðason, Jón Steindór Valdimarsson og Gunnar Svavarsson frá Samtökum iðnaðarins, Kristján Ragnarsson frá Landssambandi íslenskra útvegsmanna, Arnar Sigurmundsson frá Samtökum fiskvinnslustöðva, Sigurð Þórðarson og Lárus Ögmundsson frá Ríkisendurskoðun, Árna Tómasson, endurskoðanda Landsbanka Íslands, og Steingrím Ara Arason og Skarphéðin Berg Steinarsson frá einkavæðingarnefnd ríkisstjórnarinnar. Þá bárust nefndinni skriflegar umsagnir um frumvarpið frá Bændasamtökum Íslands, Eignarhaldsfélaginu Hofi sf., Fiskveiðasjóði Íslands, Iðnlánasjóði, Íslandsbanka hf., Íslenskum sjávarafurðum hf., Landsbanka Íslands, Landssambandi íslenskra útvegsmanna, Neytendasamtökunum, Sambandi íslenskra bankamanna, Sambandi íslenskra sparisjóða, Sambandi íslenskra tryggingafélaga, Samtökum fiskvinnslustöðva, Samtökum iðnaðarins, Samtökum verðbréfafyrirtækja, Seðlabanka Íslands, Sjóvá-Almennum hf., Starfsmannafélagi Búnaðarbanka Íslands, Starfsmannafélagi Landsbanka Íslands, Tryggingamiðstöðinni hf., Vátryggingaeftirlitinu, Vátryggingafélagi Íslands hf., Verslunarráði Íslands og Vinnuveitendasambandi Íslands.
    Meiri hlutinn leggur til að frumvarpið verði samþykkt með nokkrum breytingum sem gerð er grein fyrir á sérstöku þingskjali. Þær eru eftirfarandi:
    Lagðar eru til breytingar á 5. gr. Annars vegar er lagt til að viðmiðunartala 2. mgr. um hámark heildarfjárhæðar stofnhlutafjár beggja bankanna verði felld brott þannig að ráðherra verði óbundinn við ákvörðun þessarar fjárhæðar. Hins vegar er lagt til að skilyrði um til hvers matsnefndinni sem ráðherra hefur sér til ráðuneytis ber að horfa við mat á stofnhlutafé verði fellt brott úr lagatextanum.

Prentað upp.

    Þá eru lagðar til tvær breytingar á 6. gr. Sú fyrri snýr eingöngu að orðalagi 1. mgr. en felur ekki í sér efnisbreytingu frá frumvarpinu. Í síðari tillögunni er lagt til að ákvæði 4. mgr. um að hlutabréf í bönkunum séu undanþegin stimpilgjöldum verði fellt brott.
    Loks er lagt til að við 19. gr. bætist ný málsgrein þar sem tekið verði af skarið um að nýju hlutafélagabankarnir taki við öllum réttindum og skuldbindingum eldri bankanna vegna yfirtöku þeirra á sparisjóðum, en í umfjöllun í nefndinni kom fram að báðir bankarnir hafa í einhverjum mæli yfirtekið starfsemi sparisjóða á landsbyggðinni. Við umfjöllun um málið hefur komið fram að deilur kunni að skapast um túlkun laganna gagnvart skuldbindingum ríkisviðskiptabankanna í þessu sambandi. Meiri hlutinn túlkar þetta svo að skuldbindingar og réttindi bankanna af þessum samningum flytjist yfir til hlutafélagsbankanna og að formbreytingin hafi ekki áhrif á framkvæmd þeirra. Breytingartillagan er hins vegar lögð fram til að taka af allan vafa í þessu efni.
    Við umfjöllun nefndarinnar um málið kom fram að heimild 6. gr. til útboðs á nýju hlutafé muni síður nýtast Búnaðarbanka Íslands miðað við núverandi rekstrarstöðu hans, enda geti hann nýtt sér rétt til öflunar víkjandi lána til að hámarka arðsemi á eigin fé. Meiri hlutinn leggur þó ekki til breytingu á frumvarpinu vegna þessa.
    Þá vill meiri hlutinn taka fram að hann lítur svo á að eðlilegt sé að einungis einn bankastjóri starfi í hvorum banka fyrir sig eftir formbreytinguna. Það er dómur reynslunnar og í samræmi við nútímastjórnunarhætti að best fari á því að einn framkvæmdastjóri stjórni rekstri hvers fyrirtækis og beri einn ábyrgð gagnvart stjórn og eigendum. Meiri hlutinn telur að þannig verði skilvirkni og hagkvæmni í rekstri bankanna best tryggð.

Alþingi, 14. apríl 1997.Vilhjálmur Egilsson,

Valgerður Sverrisdóttir.

Einar Oddur Kristjánsson.


form., frsm.Gunnlaugur M. Sigmundsson.

Pétur H. Blöndal.

Sólveig Pétursdóttir.