Ferill 409. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.1996–97. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 409 . mál.


981. Breytingartillögurvið frv. til l. um stofnun hlutafélaga um Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands.

Frá 1. minni hluta efnahags- og viðskiptanefndar (JBH, ÁE).    Við 2. gr. Við 1. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Einn nefndarmanna í hvorri nefnd skal skipaður að fenginni tillögu frá starfsmannafélagi hvors viðskiptabanka.
    Við 3. gr.
         
    
    Á eftir orðinu „skal“ í fyrri málslið 3. mgr. komi: fimm manna.
         
    
    Á eftir fyrri málslið 3. mgr. komi nýr málsliður, svohljóðandi: Starfsmannafélag hvors hlutafélagsbanka skal tilnefna einn áheyrnarfulltrúa í bankaráð.
    Við 4. gr. Í stað orðanna „Viðskiptaráðherra fer“ komi: Viðskiptaráðherra og fjármálaráðherra fara.
    Við 6. gr. 4. mgr. orðist svo:
                  Við útboð á nýju hlutafé skv. 3. mgr. skal tryggt að enginn einn aðili eða aðilar með náin tengsl sín á milli, sbr. 4. gr. laga nr. 113/1996, um viðskiptabanka og sparisjóði, eignist meira en 5% af heildarfjárhæð hlutafjár í hvorum banka fyrir sig eða fari með meira en 5% af heildaratkvæðamagni á hluthafafundum.
    Við 9. gr. Við greinina bætist: þó þannig að við hvorn hlutafélagsbanka starfi ekki fleiri en einn bankastjóri.