Ferill 418. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1996–97. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 418 . mál.


996. Svar



viðskiptaráðherra við fyrirspurn Margrétar Frímannsdóttur um gjaldþrotakröfur.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
    Liggja fyrir upplýsingar um fjölda þeirra einstaklinga 18–30 ára sem lýstir hafa verið gjaldþrota að kröfu viðskiptabankanna 1990 til og með 1996?
    Ef svo er, hversu marga einstaklinga er um að ræða á þessu tímabili, sundurliðað eftir árum:
    að kröfu Landsbanka,
    Búnaðarbanka,
    Íslandsbanka,
    sparisjóðanna,
    Gjaldheimtunnar eða sýslumanna?


    Ráðuneytið fékk upplýsingar hjá héraðsdómi Reykjavíkur og héraðsdómi Reykjaness um fjölda þeirra einstaklinga 18–30 ára sem hafa verið úrskurðaðir gjaldþrota að kröfu viðskiptabanka, sparisjóða, gjaldheimtna og sýslumanna. Vegna tímafrekrar gagnasöfnunar var aðeins leitað til tveggja stærstu héraðsdóma landsins. Ekki reyndist unnt að fá samræmdar upplýsingar um gjaldþrotaúrskurði fyrir árin 1990–93.

1994

1995

1996

Samtals



Landsbanki Íslands     
3
5 3 11
Búnaðarbanki Íslands     
0
0 1 1
Íslandsbanki     
5
2 3 10
Sparisjóðir     
0
0 0 0
Gjaldheimta     
4
26 10 40
Sýslumenn     
18
19 10 47
Samtals     
30
52 27 109


    Hafa verður í huga að hér eru aðeins veittar upplýsingar um þau tilvik þar sem tilgreindir aðilar hafa átt frumkvæði að gjaldþrotabeiðnum og þurfa þær ekki að gefa vísbendingu um aðild þeirra að gjaldþrotameðferðum að öðru leyti.