Ferill 593. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


121. löggjafarþing 1996–1997.
Nr. 5/121.

Þskj. 1046  —  593. mál.


Þingsályktun

um fullgildingu samnings um bann við þróun, framleiðslu, söfnun og notkun efnavopna og um eyðingu þeirra.


    Alþingi ályktar að heimila ríkisstjórninni að fullgilda fyrir Íslands hönd samning sem gerður var í París 13. janúar 1993 um bann við þróun, framleiðslu, söfnun og notkun efnavopna og um eyðingu þeirra.

Samþykkt á Alþingi 28. apríl 1997.