Ferill 555. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1996–97. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 555 . mál.


1061. Nefndarálit



um till. til þál. um fullgildingu samnings um verndun Norðaustur-Atlantshafsins.

Frá meiri hluta utanríkismálanefndar.



    Nefndin hefur fjallað um tillöguna og fékk á sinn fund Magnús Jóhannesson, ráðuneytisstjóra umhverfisráðuneytisins, Jóhann Sigurjónsson sendiherra og Sigríði Snævarr sendiherra.
    Samningnum um verndun Norðaustur-Atlantshafsins, svonefndum OSPAR-samningi, er ætlað að koma í stað tveggja samninga sem höfðu það að markmiði að koma í veg fyrir mengun Norðaustur-Atlantshafsins, en auk þess er að því stefnt með nýja samningnum að þeirri mengun sem fyrir er í hafinu verði útrýmt.
    Meiri hluti nefndarinnar leggur til að tillagan verði samþykkt.

Alþingi, 28. apríl 1997.



Geir H. Haarde,

Össur Skarphéðinsson.

Siv Friðleifsdóttir.


form., frsm.



Árni R. Árnason.

Kristín Ástgeirsdóttir.

Tómas Ingi Olrich.



Árni M. Mathiesen.

Hjálmar Árnason.