Ferill 27. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1996–97. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 27 . mál.


1073. Nefndarálit



um till. til þál. um varðveislu ósnortinna víðerna.

Frá umhverfisnefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og hafa henni borist umsagnir frá Ferðafélagi Íslands, Landgræðslu ríkisins, Náttúruverndarráði, Bændasamtökum Íslands, Landmælingum Íslands, Félagi íslenskra náttúrufræðinga, Náttúrufræðistofnun Íslands, Hinu íslenska náttúrufræðifélagi, Landvarðafélagi Íslands, Ferðaklúbbnum 4x4, Félagi landfræðinga og Skipulagi ríkisins.
    Tillagan felur í sér að mörkuð verði stefna um varðveislu ósnortinna víðerna landsins. Nefndin telur ósnortin víðerni eina af mikilvægustu auðlindum Íslands og mikilvægt að ekki verði gengið á þau nema að vel athuguðu máli. Fyrsta skrefið til varðveislu ósnortinna víðerna er að skilgreina hugtakið og marka stefnu um varðveisluna.
    Nefndin mælir með samþykkt tillögunnar með eftirfarandi

BREYTINGU:



    Tillögugreinin orðist svo:
    Alþingi ályktar að fela umhverfisráðherra að marka stefnu um varðveislu ósnortinna víðerna landsins. Stofnaður verði starfshópur, skipaður fulltrúum Náttúrufræðistofnunar, Náttúruverndarráðs, Skipulags ríkisins og Landmælinga Íslands undir forustu fulltrúa umhverfisráðuneytisins, sem falið verði það hlutverk að skilgreina hugtakið ósnortið víðerni.

Alþingi, 2. maí 1997.



Ólafur Örn Haraldsson,

Katrín Fjeldsted.

Gísli S. Einarsson.


form., frsm.



Árni M. Mathiesen.

Kristín Halldórsdóttir.

Ísólfur Gylfi Pálmason.



Hjörleifur Guttormsson.